Ritstjóri heimasíðu Philadelphia Eagles, Dave Spadaro, fór örlítið fram úr sjálfum sér fyrir leik Eagles og Dallas Cowboys á dögunum.
Mikill rígur er á milli liðanna og hann endurspeglaðist vel í því að Spadaro fór út á völlinn fyrir leik og hrækti á stjörnuna stóru sem er á miðju vallarins.
Það sem meira er þá tók Spadaro atvikið upp og sýndi það síðan á heimasíðu Eagles.
Forráðamenn félagsins urðu æfir er þeir sá þetta, létu Spadaro taka efnið af vefnum og biðja Kúrekana afsökunar.
Liðin mætast síðan í úrslitakeppni NFL um helgina en þá fer fyrsta umferðin fram.
Myndband af hrákunni góðu má sjá hér.