Lífið

Heimsókn frá Þýskalandi

Heimsókn stúlknakórs Stúlknakór Reykjavíkur fær heimsókn frá Stúlknakór Berlínar nú um helgina og munu kórarnir syngja saman í Grensáskirkju.
Heimsókn stúlknakórs Stúlknakór Reykjavíkur fær heimsókn frá Stúlknakór Berlínar nú um helgina og munu kórarnir syngja saman í Grensáskirkju.

Undanfarið ár hefur staðið yfir undirbúningur fyrir komu stúlknakórs frá Berlín sem ber nafnið „Mädchenchor der Sing-Akademie zu Berlin“ í heimsókn til Stúlknakórs Reykjavíkur. Stúlkurnar í báðum kórum eru á aldrinum 11 til 19 ára og munu þær syngja saman á tónleikum í Grensáskirkju á laugardag, þann 21. ágúst, klukkan 15.00.

Auk þessara kóra koma fram aðrir kórar sönghússins Domus vox, kvennakórinn Vox feminae og Cantabile. Stjórnendur kóranna eru Friederike Stahmer og Margrét J. Pálmadóttir. Píanistar eru Svenja Andershon og Ásta Haraldsdóttir og trompetleikari er Clemens Stahmer.

Aðgangur er ókeypis á tónleikana og mun Stúlknakór Reykjavíkur þiggja boð um heimsókn til söngsystra sinna í Berlín á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×