Áfram nú! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 22. október 2010 06:00 Á mánudaginn, 25. október, munu konur um allt land leggja niður vinnu kl. 14.25 og safnast saman víða um land til fjölbreyttra aðgerða. Annars vegar er kvennafríið sjálft helgað baráttunni fyrir launajafnrétti kynjanna en einnig er dagurinn tileinkaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er einnig minnst merkra áfanga kvennabaráttunnar og í dag heiðrum við minningu þeirra sem hafa barist fyrir þeim. Með sanni má segja að síðasta öld hafi verið öld kvennabaráttunnar en enn blasa við mikilvæg verkefni sem okkur ber skylda til þess að vinna að. Kynbundið ofbeldi – ekki meirRíkisstjórn og Alþingi hafa stigið markviss skref í jafnréttismálum, ekki síst í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, mansali og vændi. Við munum halda ótrauð áfram á sömu braut, innleiða austurrísku leiðina og nýja framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og síðast en ekki síst vinna nýja framsækna áætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að um þriðja hver kona verði fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Í sögulegu samhengi er örstutt síðan þagnarmúrinn í kringum ofbeldið var rofinn og enn erum við sem samfélag að grafa upp misgjörðir fortíðarinnar sem urðu þögguninni að bráð. Enn er ofbeldið gegn konum og börnum smánarblettur á samfélagi okkar. Það þrekvirki sem þolendur kynbundins ofbeldis hafa unnið með stofnun samtaka á borð við Kvennaathvarfið, Stígamót, Blátt áfram og nú síðast Drekaslóð er aðdáunarvert. Í þessari baráttu eru margar hetjur. Það er til marks um mikinn árangur að sjónarhorn baráttunnar hefur getað færst frá því að sannfæra samfélagið í heild um að brotin eigi sér stað, séu umfangsmikil og hafi gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir heill og helgi hvers sem fyrir verður - og yfir í það að beinast að stofnanakerfi samfélagsins, lagaumgjörð, réttarvörslukerfi og viðbúnaði þess til að bregðast við. Þar er mikið verk að vinna. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnarNú stendur yfir endurskoðun á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi, en sú áætlun sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur skilað miklum árangri. Þar ber hæst bæði rannsóknir og útgáfu á viðamiklu fræðsluefni ætlað ýmsum fagstéttum sem eru annaðhvort í aðstöðu til að greina eða veita þolendum aðstoð. Í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er unnið að úrbótum á lagaumgjörð, meðal annars með það að markmiði að heimila lögreglu að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem gjarnan er nefnt austurríska leiðin. Okkur ber skylda til þess að tryggja að réttarvörslukerfið gegni á hverjum tíma þeirri grundvallarskyldu sinni að verja þolendur. Rétt er í þessu samhengi að nefna aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009, en eftir henni er unnið af kappi. Baráttan gegn mansali er liður í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi enda rík tengsl þar á milli. Klukkan 14.25Það er ekki hending ein að konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.25 á mánudaginn kemur. Væru konur almennt með sömu tekjur og karlar væru þær á þeirri mínútu búnar að ná þeim daglaunum sem þeim eru núna greidd. Þetta endurspeglar tekjumuninn í heild á milli karla og kvenna. Núna vantar aðeins eitt ár upp á að fyrstu lögin um launajafnrétti kynjanna nái hálfrar aldar afmæli. Sú spurning er áleitin hvers vegna ekki hefur meira áunnist á síðari árum. Stjórnvöld hafa ráðist í fjölmargar rannsóknir, skipað nefndir og efnt til aðgerða til að vinna á vandanum, en árangurinn er umdeilanlegur. Svo virðist sem samfélagið endurskapi og viðhaldi í sífellu þeim viðhorfum sem styðja við hinn kynskipta vinnumarkað og vanmat á kvennastéttum. Í samkeppni um stöður og stóru launatékkana virðast karlarnir bindast tryggðaböndum sem viðhalda forskoti þeirra gagnvart konum. Ég mun leggja áherslu á að launajafnréttið verði eitt af forgangsmálum í nýrri framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Það er staðreynd að hvern dag vinnur meirihluti íslenskra kvenna langan vinnudag utan og innan heimila fyrir lægri laun en karlar. Þessar konur leggja grunn að velferð samfélags okkar á mörgum sviðum og ég skora á aðila vinnumarkaðarins að tryggja að það endurspeglist nú í komandi kjarasamningum. Ég skora á alla vinnuveitendur um land allt að gefa konum frí kl. 14.25 á mánudaginn kemur og sýna með því samstöðu með hetjum dagsins! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn, 25. október, munu konur um allt land leggja niður vinnu kl. 14.25 og safnast saman víða um land til fjölbreyttra aðgerða. Annars vegar er kvennafríið sjálft helgað baráttunni fyrir launajafnrétti kynjanna en einnig er dagurinn tileinkaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár er einnig minnst merkra áfanga kvennabaráttunnar og í dag heiðrum við minningu þeirra sem hafa barist fyrir þeim. Með sanni má segja að síðasta öld hafi verið öld kvennabaráttunnar en enn blasa við mikilvæg verkefni sem okkur ber skylda til þess að vinna að. Kynbundið ofbeldi – ekki meirRíkisstjórn og Alþingi hafa stigið markviss skref í jafnréttismálum, ekki síst í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, mansali og vændi. Við munum halda ótrauð áfram á sömu braut, innleiða austurrísku leiðina og nýja framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum og síðast en ekki síst vinna nýja framsækna áætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Talið er að um þriðja hver kona verði fyrir kynferðisofbeldi á lífsleiðinni. Í sögulegu samhengi er örstutt síðan þagnarmúrinn í kringum ofbeldið var rofinn og enn erum við sem samfélag að grafa upp misgjörðir fortíðarinnar sem urðu þögguninni að bráð. Enn er ofbeldið gegn konum og börnum smánarblettur á samfélagi okkar. Það þrekvirki sem þolendur kynbundins ofbeldis hafa unnið með stofnun samtaka á borð við Kvennaathvarfið, Stígamót, Blátt áfram og nú síðast Drekaslóð er aðdáunarvert. Í þessari baráttu eru margar hetjur. Það er til marks um mikinn árangur að sjónarhorn baráttunnar hefur getað færst frá því að sannfæra samfélagið í heild um að brotin eigi sér stað, séu umfangsmikil og hafi gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir heill og helgi hvers sem fyrir verður - og yfir í það að beinast að stofnanakerfi samfélagsins, lagaumgjörð, réttarvörslukerfi og viðbúnaði þess til að bregðast við. Þar er mikið verk að vinna. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnarNú stendur yfir endurskoðun á aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi, en sú áætlun sem nú er að renna sitt skeið á enda hefur skilað miklum árangri. Þar ber hæst bæði rannsóknir og útgáfu á viðamiklu fræðsluefni ætlað ýmsum fagstéttum sem eru annaðhvort í aðstöðu til að greina eða veita þolendum aðstoð. Í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu er unnið að úrbótum á lagaumgjörð, meðal annars með það að markmiði að heimila lögreglu að fjarlægja ofbeldismenn af heimili, sem gjarnan er nefnt austurríska leiðin. Okkur ber skylda til þess að tryggja að réttarvörslukerfið gegni á hverjum tíma þeirri grundvallarskyldu sinni að verja þolendur. Rétt er í þessu samhengi að nefna aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar gegn mansali sem samþykkt var í mars 2009, en eftir henni er unnið af kappi. Baráttan gegn mansali er liður í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi enda rík tengsl þar á milli. Klukkan 14.25Það er ekki hending ein að konur eru hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.25 á mánudaginn kemur. Væru konur almennt með sömu tekjur og karlar væru þær á þeirri mínútu búnar að ná þeim daglaunum sem þeim eru núna greidd. Þetta endurspeglar tekjumuninn í heild á milli karla og kvenna. Núna vantar aðeins eitt ár upp á að fyrstu lögin um launajafnrétti kynjanna nái hálfrar aldar afmæli. Sú spurning er áleitin hvers vegna ekki hefur meira áunnist á síðari árum. Stjórnvöld hafa ráðist í fjölmargar rannsóknir, skipað nefndir og efnt til aðgerða til að vinna á vandanum, en árangurinn er umdeilanlegur. Svo virðist sem samfélagið endurskapi og viðhaldi í sífellu þeim viðhorfum sem styðja við hinn kynskipta vinnumarkað og vanmat á kvennastéttum. Í samkeppni um stöður og stóru launatékkana virðast karlarnir bindast tryggðaböndum sem viðhalda forskoti þeirra gagnvart konum. Ég mun leggja áherslu á að launajafnréttið verði eitt af forgangsmálum í nýrri framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum. Það er staðreynd að hvern dag vinnur meirihluti íslenskra kvenna langan vinnudag utan og innan heimila fyrir lægri laun en karlar. Þessar konur leggja grunn að velferð samfélags okkar á mörgum sviðum og ég skora á aðila vinnumarkaðarins að tryggja að það endurspeglist nú í komandi kjarasamningum. Ég skora á alla vinnuveitendur um land allt að gefa konum frí kl. 14.25 á mánudaginn kemur og sýna með því samstöðu með hetjum dagsins!
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun