Íslenski dansflokkurinn sýnir í Borgarleikhúsinu um þessar mundir dansverkið Transaquania - Into thin Air en það er sjálfstætt framhald af verkinu Transaquania - Out of the Blue sem Íslenski dansflokkurinn sýndi við góðar undirtektir í Bláa Lóninu.

Í meðfylgjandi myndskeiði sýna Gabriela Friðriksdóttir og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir búningana sem þær hönnuðu fyrir umrætt verk en þær hönnuðu einnig sviðsmyndina.
Á meðan á viðtalinu stendur klæðast þær búningunum eins og sjá má.
Kaupa miða á Transaquania - Into thin Air hér.