Argentínski varnarmaðurinn Nicolas Burdisso vill ólmur komast frá Inter og yfir til Roma þar sem hann ætlar að verða meistari. Hann lék áður með félaginu.
Burdisso rær að því öllum árum þessa dagana að komast frá félaginu og hefur verið orðaður við fjölda félaga.
"Ég vil vinna titilinn með Roma," sagði Burdisso en Roma er talið hafa áhuga á leikmanninum.
Inter vill fá 8.5 milljónir evra fyrir leikmanninn.