Schumacher fagnaði Vettel eftir að hafa lent í stórhættu í lokamótinu 14. nóvember 2010 21:42 Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Michael Schumacher fagnaði landa sínum og vini, Sebastian Vettel vel í dag eftir að titilinn var í höfn hjá þeim síðarnefnda. Þeir eru einu ökumennirnir sem hafa orðið meistarar í Formúlu 1 frá Þýskalandi. Schumacher sá Vettel keyra á kartbraut sem hann á í Kerpen í Þýskalandi og taldi hann efni í framtíðarmeistara. Áratug síðar er það staðreynd. Vettel er meistari sex árum eftir að Schumacher vann sinn síðasta titil með Ferrari. "Ég er hamingjusamur fyrir hans hönd. Við erum vinir og þetta er búið að vera erfitt ár hjá honum. Það hefur gengið misjafnlega hjá honum og vandamál varðandi bílinn, frekar en akstursmáta hans. Hann á titilinn skilið", sagði Schumacher í samtali við BBC. Schumacher segir Vettel frábæran ökumann og náunga, en þeir koma til með að keyra í meistarakeppni ökumanna í Dusseldorf eftir tvær vikur fyrir hönd Þýskalands og í einstaklingskeppni. Schumacher var stálheppinn í dag að meiðast ekki þegar hann snerist í brautinni og bíll Viantonio Liuzzi klifraði upp á hans bíl. Schumacher sagði atvikið hafa vakið skelfingu og litið illa út, en öryggið væri mikið í Formúlu 1 og ekkert hefði komið fyrir hann. Hann þurfti þó að fara skoðun hjá lækni á mótsstaðnum til öryggis. "Ég hefði viljað ljúka keppnistímabilinu á annan hátt, en ég hlakka til að berjast á næsta ári", sagði Schumacher. Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Michael Schumacher fagnaði landa sínum og vini, Sebastian Vettel vel í dag eftir að titilinn var í höfn hjá þeim síðarnefnda. Þeir eru einu ökumennirnir sem hafa orðið meistarar í Formúlu 1 frá Þýskalandi. Schumacher sá Vettel keyra á kartbraut sem hann á í Kerpen í Þýskalandi og taldi hann efni í framtíðarmeistara. Áratug síðar er það staðreynd. Vettel er meistari sex árum eftir að Schumacher vann sinn síðasta titil með Ferrari. "Ég er hamingjusamur fyrir hans hönd. Við erum vinir og þetta er búið að vera erfitt ár hjá honum. Það hefur gengið misjafnlega hjá honum og vandamál varðandi bílinn, frekar en akstursmáta hans. Hann á titilinn skilið", sagði Schumacher í samtali við BBC. Schumacher segir Vettel frábæran ökumann og náunga, en þeir koma til með að keyra í meistarakeppni ökumanna í Dusseldorf eftir tvær vikur fyrir hönd Þýskalands og í einstaklingskeppni. Schumacher var stálheppinn í dag að meiðast ekki þegar hann snerist í brautinni og bíll Viantonio Liuzzi klifraði upp á hans bíl. Schumacher sagði atvikið hafa vakið skelfingu og litið illa út, en öryggið væri mikið í Formúlu 1 og ekkert hefði komið fyrir hann. Hann þurfti þó að fara skoðun hjá lækni á mótsstaðnum til öryggis. "Ég hefði viljað ljúka keppnistímabilinu á annan hátt, en ég hlakka til að berjast á næsta ári", sagði Schumacher.
Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti