Hulkenberg yfirgefur Williams liðið, en Barrichello verður áfram 15. nóvember 2010 10:48 Landarnir Sebastian Vettel og Nico Hulkenberg. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nico Hulkenberg verður ekki áfram hjá Williams liðinu á næsta ári, en liðið vildi gera margra ára samning við kappann. Hulkenberg er með sama umboðsmann og Michael Schumacher hefur verið með, Willy Weber. Hulkenberg náði besta tíma í tímatökum í Brasilíu og vakti athygli, en Williams er m.a. að skoða að ráða Pastor MacDonaldo sem hefur verið í fremstu röð í GP2 mótaröðinni og er með sterka fjárhagslega bakhjarla á bakvið sig í formi auglýsingaaðila. "Mér þykir miður að tilkynna þetta og hefði gjarnan viljað vera áfram hjá Williams. Ég þakkaði liðinu fyrir frábærar stundir og óska þeim alls hins besta", sagði Hulkenberg í tilkynningu sem birtist á autosport.com. Weber segist vera í viðræðum við nokkur lið, en fátt er um spennandi sæti. Reyndar er óljóst hvort Vitaly Petrov verður áfram hjá Renault, en Force India og Lotus gæti verið möguleiki eða Hispania. En Renault er eina liðið sem hægt er að kalla topplið af þessum liðum. Rubens Barrichello verður áfram hjá liðinu. "Við réðum Rubens til Wiliams, vitandi það að hann hefur góða tæknilega þekkingu og er ástríðufullur. Hann hefur skilað öllu sem ætlast var af honum og erum ánægðir að geta staðfest samning við hann", sagði Frank Williams í tilkynningu frá liðinu. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Hulkenberg verður ekki áfram hjá Williams liðinu á næsta ári, en liðið vildi gera margra ára samning við kappann. Hulkenberg er með sama umboðsmann og Michael Schumacher hefur verið með, Willy Weber. Hulkenberg náði besta tíma í tímatökum í Brasilíu og vakti athygli, en Williams er m.a. að skoða að ráða Pastor MacDonaldo sem hefur verið í fremstu röð í GP2 mótaröðinni og er með sterka fjárhagslega bakhjarla á bakvið sig í formi auglýsingaaðila. "Mér þykir miður að tilkynna þetta og hefði gjarnan viljað vera áfram hjá Williams. Ég þakkaði liðinu fyrir frábærar stundir og óska þeim alls hins besta", sagði Hulkenberg í tilkynningu sem birtist á autosport.com. Weber segist vera í viðræðum við nokkur lið, en fátt er um spennandi sæti. Reyndar er óljóst hvort Vitaly Petrov verður áfram hjá Renault, en Force India og Lotus gæti verið möguleiki eða Hispania. En Renault er eina liðið sem hægt er að kalla topplið af þessum liðum. Rubens Barrichello verður áfram hjá liðinu. "Við réðum Rubens til Wiliams, vitandi það að hann hefur góða tæknilega þekkingu og er ástríðufullur. Hann hefur skilað öllu sem ætlast var af honum og erum ánægðir að geta staðfest samning við hann", sagði Frank Williams í tilkynningu frá liðinu.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira