Býr sig undir spennandi ár í breska tónlistarbransanum 28. desember 2010 10:00 „Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja," segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Árni flutti til Bretlands fyrir þremur árum, en The Vaccines var stofnuð í ár. Hljómsveitin hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi þrátt fyrir að hafa aðeins sent frá sér eina smáskífu, Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)/Blow it Up, sem náði 157. sæti breska smáskífulistans (hægt er að horfa á flutning sveitarinnar á laginu í þætti Jools Holland hér fyrir ofan). Fyrirhuguð er útgáfa á laginu Post Break-Up Sex í janúar og fyrsta breiðskífan er væntanleg í mars. Árni segir gríðarlega vinnu fram undan. „Öll þessi athygli kemur gífurlega snemma og setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Við erum ekki lengur að stjórna því sem er að gerast og þurfum að setja í fimmta gír til að viðhalda athyglinni," segir Árni og bætir við að þrátt fyrir að fjölmiðlaathyglin sé jákvæð fylgi henni falskar væntingar. „Allt í einu þurfum við að standast væntingar annarra í staðinn fyrir að standast aðeins okkar eigin. Þetta er tvíeggjað sverð." Árni var liðtækur í tónlistarbransanum á Íslandi áður en hann flutti til Bretlands og lék meðal annars á bassa með hljómsveitunum Kimono og Future Future. Hann játar að gríðarlegur munur sé á bransanum hér heima og því sem hann er að upplifa erlendis, en The Vaccines er á mála hjá Columbia-útgáfurisanum. „Þetta er merkilegt. Breskur tónlistariðnaður er kallaður iðnaður af ástæðu - það eru hundruð manna sem vinna að einstökum verkefnum. Við gætum aldrei náð þessari athygli sem við höfum fengið ef það væri ekki fyrir hjálp frá ótrúlegasta fólki," segir hann. „Manni finnst að þetta eigi að gerast svo náttúrulega, en svo lítur maður bak við tjöldin og sér að það hefur aldrei gerst." Árið 2011 fer vel af stað hjá Árna og félögum í The Vaccines. Hljómsveitin er bókuð á tónleika þangað til í október, hún verður ein af hljómsveitunum á sérstakri NME-verðlaunatónleikaferð í febrúar og er tilnefnd sem besta nýja hljómsveitin af sjónvarpsstöðinni MTV. Þrátt fyrir mikla athygli úr ýmsum áttum segir Árni þá félaga einbeita sér að því að halda sér á jörðinni og standast eigin væntingar. „Það er bara svolítið erfitt vegna þess að fólk kemur ekki endilega að sjá okkur vegna þess að það hefur heyrt góða hluti og langar að sjá hvort við séum góð hljómsveit - fólk er að spá í hvort við séum í besta hljómsveit í heimi eða ekki," segir Árni. „Það er erfitt fyrir unga hljómsveit að standast þær væntingar. En ef við ætlum að vera fastir í því þyrftum við sífellt að bregðast sjálfum okkur og það er ekki hægt að vinna þannig. Við verðum bara að gera okkar besta." atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
„Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja," segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Árni flutti til Bretlands fyrir þremur árum, en The Vaccines var stofnuð í ár. Hljómsveitin hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi þrátt fyrir að hafa aðeins sent frá sér eina smáskífu, Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)/Blow it Up, sem náði 157. sæti breska smáskífulistans (hægt er að horfa á flutning sveitarinnar á laginu í þætti Jools Holland hér fyrir ofan). Fyrirhuguð er útgáfa á laginu Post Break-Up Sex í janúar og fyrsta breiðskífan er væntanleg í mars. Árni segir gríðarlega vinnu fram undan. „Öll þessi athygli kemur gífurlega snemma og setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Við erum ekki lengur að stjórna því sem er að gerast og þurfum að setja í fimmta gír til að viðhalda athyglinni," segir Árni og bætir við að þrátt fyrir að fjölmiðlaathyglin sé jákvæð fylgi henni falskar væntingar. „Allt í einu þurfum við að standast væntingar annarra í staðinn fyrir að standast aðeins okkar eigin. Þetta er tvíeggjað sverð." Árni var liðtækur í tónlistarbransanum á Íslandi áður en hann flutti til Bretlands og lék meðal annars á bassa með hljómsveitunum Kimono og Future Future. Hann játar að gríðarlegur munur sé á bransanum hér heima og því sem hann er að upplifa erlendis, en The Vaccines er á mála hjá Columbia-útgáfurisanum. „Þetta er merkilegt. Breskur tónlistariðnaður er kallaður iðnaður af ástæðu - það eru hundruð manna sem vinna að einstökum verkefnum. Við gætum aldrei náð þessari athygli sem við höfum fengið ef það væri ekki fyrir hjálp frá ótrúlegasta fólki," segir hann. „Manni finnst að þetta eigi að gerast svo náttúrulega, en svo lítur maður bak við tjöldin og sér að það hefur aldrei gerst." Árið 2011 fer vel af stað hjá Árna og félögum í The Vaccines. Hljómsveitin er bókuð á tónleika þangað til í október, hún verður ein af hljómsveitunum á sérstakri NME-verðlaunatónleikaferð í febrúar og er tilnefnd sem besta nýja hljómsveitin af sjónvarpsstöðinni MTV. Þrátt fyrir mikla athygli úr ýmsum áttum segir Árni þá félaga einbeita sér að því að halda sér á jörðinni og standast eigin væntingar. „Það er bara svolítið erfitt vegna þess að fólk kemur ekki endilega að sjá okkur vegna þess að það hefur heyrt góða hluti og langar að sjá hvort við séum góð hljómsveit - fólk er að spá í hvort við séum í besta hljómsveit í heimi eða ekki," segir Árni. „Það er erfitt fyrir unga hljómsveit að standast þær væntingar. En ef við ætlum að vera fastir í því þyrftum við sífellt að bregðast sjálfum okkur og það er ekki hægt að vinna þannig. Við verðum bara að gera okkar besta." atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira