Vilhjálmur: Golfið kemur ekki í stað vinnu Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. apríl 2010 20:00 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson telur að golfið geti nýst atvinnulausum þó að það komi ekki í stað atvinnu. Mynd/ Vilhelm. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist alls ekki vera þeirrar skoðunar að golfíþróttin geti komið í staðin fyrir atvinnu. Orð hans á borgarstjórnarfundi í dag um að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa hafa vakið athygli, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. „Auðvitað veit ég að þetta kemur ekki í staðin fyrir atvinnu. En þetta er kannski til þess að auðvelda mönnum að ganga þá erfiðu braut sem atvinnuleysið getur reynst mönnum," segir Vilhjálmur. Hann bendir á að forystumenn golfhreyfingarinnar hafi nefnt það í blaðaviðtölum að þeir sem hafi orðið atvinnulausir síðasta sumar og hafi haft gaman af þessari íþrótt hafi nýtt sér hana til að stytta sér stundir. Þá bendir hann á að Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti VG í borgarstjórn, hafi bent á það að það mætti bjóða atvinnulausum ókeypis í sund. Enginn hafi fett fingur út í það. Samþykkt var í borgarstjórn í dag að verja 230 milljónum króna í nýjan golfvöll GR. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur gagnrýnt málið harðlega. Hann segir það furðulega forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar að verja öllum þessum peningum í nýjan golfvöll - mitt í öllum niðurskurðinum í fjármálum Reykjavíkurborgar. Meirihluti borgarstjórnar bendir hins vegar á að samningurinn um golfvöllinn hafi verið gerður fyrir síðustu kosningar, þegar Samfylkingin og VG voru í meirihluta. Það sé líka sérkennilegt að Samfylkingin og Dagur B. Eggertsson greiði atkvæði á sama fundi með nýju samkomulagi við önnur íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist alls ekki vera þeirrar skoðunar að golfíþróttin geti komið í staðin fyrir atvinnu. Orð hans á borgarstjórnarfundi í dag um að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa hafa vakið athygli, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. „Auðvitað veit ég að þetta kemur ekki í staðin fyrir atvinnu. En þetta er kannski til þess að auðvelda mönnum að ganga þá erfiðu braut sem atvinnuleysið getur reynst mönnum," segir Vilhjálmur. Hann bendir á að forystumenn golfhreyfingarinnar hafi nefnt það í blaðaviðtölum að þeir sem hafi orðið atvinnulausir síðasta sumar og hafi haft gaman af þessari íþrótt hafi nýtt sér hana til að stytta sér stundir. Þá bendir hann á að Þorleifur Gunnlaugsson, oddviti VG í borgarstjórn, hafi bent á það að það mætti bjóða atvinnulausum ókeypis í sund. Enginn hafi fett fingur út í það. Samþykkt var í borgarstjórn í dag að verja 230 milljónum króna í nýjan golfvöll GR. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, hefur gagnrýnt málið harðlega. Hann segir það furðulega forgangsröðun meirihluta borgarstjórnar að verja öllum þessum peningum í nýjan golfvöll - mitt í öllum niðurskurðinum í fjármálum Reykjavíkurborgar. Meirihluti borgarstjórnar bendir hins vegar á að samningurinn um golfvöllinn hafi verið gerður fyrir síðustu kosningar, þegar Samfylkingin og VG voru í meirihluta. Það sé líka sérkennilegt að Samfylkingin og Dagur B. Eggertsson greiði atkvæði á sama fundi með nýju samkomulagi við önnur íþróttafélög eins og Fylki og Fjölni, en á móti samkomulagi við GR.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira