Oddviti L-listans: Bíðum róleg 27. maí 2010 15:36 „Auðvitað spilar inn í þetta óánægja með fjórflokkinn á landsvísu,“ segir Geir. „Við erum róleg og vitum að að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. Við bíðum því róleg eftir því hvað kemur upp úr kjörkössunum," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipar fyrsta sæti á framboðslista L-listans, lista fólksins, á Akureyri. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir fréttamiðilinn Vikudag mælist L-listinn með 39,3% fylgi og fengi fimm bæjarfulltrúa af ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 14,2% fylgi og tvo bæjarfulltrúa en önnur framboð fá einn bæjarfulltrúa hvert. Framsóknarflokkurinn fær 13% fylgi, Vinstri grænir 12,6%, Samfylkingin 11,2% og Bæjarlistinn 9,7%. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin þrjá, VG tvo, Framsókn einn og L-listinn einn. Í kjölfarið mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin meirihluta.Fólk óánægt með fjórflokkinn Geir segir frambjóðendur L-listans finna fyrir gríðarlega miklum meðbyr í bæjarfélaginu. „Auðvitað spilar inn í þetta óánægja með fjórflokkinn á landsvísu. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en við höfum unnið okkar heimavinnu mjög vel og höfum lagt fram raunhæfa og ábyrga stefnuskrá sem er að hitta í mark hjá fólki," segir Geir bætir við að L-listinn bjóði nú fram í fjórða sinn á Akureyri. Framboðið sé því fyrir margt löngu orðið rótgróið afl í bænum.Vilja faglega ráðinn bæjarstjóra Capacent Gallup spurði Akureyringa einnig hvort að ráða eigi pólitískan eða ópólitískan bæjarstjóra á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 82,6% að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri en 17,4% vildu ráða pólitískan bæjarstjóra. Þrír bæjarstjórar hafa setið á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Geir bendir á það hafi lengi verið eitt af stefnumálum L-listans að bæjarstjórinn verði ráðinn faglega. „Við teljum mikilvægt að stíga þetta skref þannig að bæjarstjórinn verði sameiningartákn bæjarbúa og fyrirtækjanna í bænum og efli í rauninni bæjarstjórnina í heild sinni." Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27. maí 2010 14:43 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
„Við erum róleg og vitum að að leikurinn er ekki búinn fyrr en dómarinn flautar. Við bíðum því róleg eftir því hvað kemur upp úr kjörkössunum," segir Geir Kristinn Aðalsteinsson sem skipar fyrsta sæti á framboðslista L-listans, lista fólksins, á Akureyri. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir fréttamiðilinn Vikudag mælist L-listinn með 39,3% fylgi og fengi fimm bæjarfulltrúa af ellefu. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 14,2% fylgi og tvo bæjarfulltrúa en önnur framboð fá einn bæjarfulltrúa hvert. Framsóknarflokkurinn fær 13% fylgi, Vinstri grænir 12,6%, Samfylkingin 11,2% og Bæjarlistinn 9,7%. Í kosningunum fyrir fjórum árum fékk Sjálfstæðisflokkurinn fjóra bæjarfulltrúa, Samfylkingin þrjá, VG tvo, Framsókn einn og L-listinn einn. Í kjölfarið mynduðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin meirihluta.Fólk óánægt með fjórflokkinn Geir segir frambjóðendur L-listans finna fyrir gríðarlega miklum meðbyr í bæjarfélaginu. „Auðvitað spilar inn í þetta óánægja með fjórflokkinn á landsvísu. Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því en við höfum unnið okkar heimavinnu mjög vel og höfum lagt fram raunhæfa og ábyrga stefnuskrá sem er að hitta í mark hjá fólki," segir Geir bætir við að L-listinn bjóði nú fram í fjórða sinn á Akureyri. Framboðið sé því fyrir margt löngu orðið rótgróið afl í bænum.Vilja faglega ráðinn bæjarstjóra Capacent Gallup spurði Akureyringa einnig hvort að ráða eigi pólitískan eða ópólitískan bæjarstjóra á næsta kjörtímabili. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 82,6% að ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri en 17,4% vildu ráða pólitískan bæjarstjóra. Þrír bæjarstjórar hafa setið á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Geir bendir á það hafi lengi verið eitt af stefnumálum L-listans að bæjarstjórinn verði ráðinn faglega. „Við teljum mikilvægt að stíga þetta skref þannig að bæjarstjórinn verði sameiningartákn bæjarbúa og fyrirtækjanna í bænum og efli í rauninni bæjarstjórnina í heild sinni."
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27. maí 2010 14:43 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Stefnir í stórsigur L-listans á Akureyri L-listinn, listi fólksins, vinnur stórsigur í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri á laugardag og fær fimm bæjarfulltrúa af ellefu, samkvæmt könnun Capacent Gallup fyrir fréttamiðilinn Vikudag. Núverandi meirihlutaflokkar mælast með þrjá bæjarfulltrúa. 27. maí 2010 14:43