Lífið

Hart barist um Gullpálmann

Alejandro Gonzalez Inarritu og Javier Bardem eru staddir í Cannes til að kynna mynd sína Biutiful. Nordicphotos/Getty
Alejandro Gonzalez Inarritu og Javier Bardem eru staddir í Cannes til að kynna mynd sína Biutiful. Nordicphotos/Getty

Kvikmyndahátíðinni í Cannes lýkur á sunnudaginn þegar sjálfur Gullpálminn, Palme d"Or, verður afhentur. Ljóst er að baráttan um verðlaunin verður hörð.

Cannes-hátíðin í Frakklandi er nú haldin í 63. sinn. Formaður dómnefndar er bandaríski leikstjórinn Tim Burton og á meðal þeirra sem sitja með honum í nefndinni eru leikararnir Benicio del Toro og Kate Beckinsale.

Hátíðin hefur hingað til gengið vel fyrir sig, þrátt fyrir að einhverjir hafi kvartað yfir færri stjörnum á svæðinu en vanalega. Sömuleiðis hefur askan úr Eyjafjallajökli sett smávægilegt strik í reikninginn varðandi ferðir til og frá Frakklandi.

Breska leikkonan Kate Beckinsale er í dómnefnd Cannes-hátíðarinnar.

Svo virðist sem bestu kvikmyndirnar hafi verið geymdar þar til síðast. Má þar nefna nýjustu mynd hins mexíkóska Alejandro Gonzalez Inarritu, Biutiful.

„Ég er oftast mjög gagnrýninn á sjálfan mig," sagði Inarritu.

„En ég er enn þá að bregðast við þessari mynd og ég öðlast sífellt meiri skilning á henni eftir því sem ég horfi á hana oftar." Í myndinni leikur Javier Bardem dauðvona mann sem vill bæta líf allra í kringum sig, þar á meðal þeirra sem hann hefur áður farið illa með.

Inarritu er þekktur fyrir myndirnar Babel, 21 Grams og Amores perros og er fyrir vikið orðinn mikilsvirtur í kvikmyndaheiminum.

Aðrir áhugaverðar myndir á Cannes eru Praise eftir kóreska leikstjórann Lee Chang-dong. Aðalleikkonan Yun Jung-hee hefur fengið mikið lof fyrir hlutverk sitt sem eldri kona sem leitar í ljóðlistina eftir innblæstri í lífinu. Gamanmynd Bretans Mike Leigh, Another Year, hefur einnig vakið athygli og þá sér í lagi frammistaða Lesley Manville í aðalhlutverkinu. Þar leikur hún einmana miðaldra konu sem glímir við hversdagslega hluti í lífi sínu.

Mike Leigh vann Gullpálmann í Cannes árið 1996 fyrir Secrets and Lies. Kvikmyndin Un homme qui crie eftir Mahamat-Saleh Haroun frá hinu stríðshrjáða ríki Chad í Afríku þykir sigurstrangleg. Hún fjallar um mann á sjötugsaldri sem þarf að gefa eftir starf sitt sem laugarvörður á fínu hóteli til sonar síns.

Rómantíska gamanmyndin Certified Copy í leikstjórn hins íranska Abbas Kiarostami hefur einnig hlotið góðar viðtökur og gæti vel hlotið Gullpálmann. Þar gæti spilað inn í að landi hans, Jafar Panahi, var fangelsaður skömmu áður en hann átti að sitja í dómnefnd hátíðarinnar.

freyr@frettabladid.is

Bandaríska fyrirsætan Camilla Belle á frumsýningu Wall Street - Money Never Sleeps.
Spænska leikkonan Elsa Pataky á frumsýningu You Will Meet a Tall Dark Stranger.
Bandaríska fyrirsætan Hofit Golan á frumsýningu Tournee.
Franski leikstjórinn Tonie Marshall á frumsýningu La Princesse de Montpensier.
Cate Blanchett á frumsýningu Robin Hood.
Eva Longoria á frumsýningu Robin Hood.
Franska leikkonan Aissa Maiga á frumsýningu Il Gattopardpo.
Franska leikkonan Roxane Mesquida og bandaríska leikkonan Haley Bennett á frumsýningu Wall Street - Money Never Sleeps.
Spænska leikkonan Rossy de Palma á frumsýningu You Will Meet a Tall Dark Stranger.
Franski rithöfundurinn Amanda Sthers á frumsýningu Wall Street.
Kínverska leikkonan Fan Bing Bing.
Franska leikkonan Frederique Bel á frumsýningu Robin Hood.
Fyrirsætan Jovanka Sopalovic á frumsýningu La Princesse de Montpensier.
Franski leikstjórinn Christophe Guillarme mætti með fyrirsætuna Hofit Golan upp á arminn.
Fyrirsætan Jovanka Sopalovic.
Glæsilegur frumsýningargestur á La Princesse de Montpensier.
Helen Mirren á frumsýningu Robin Hood.
Franska leikkonan Julie Gayet.
Indverska fyrirsætan Aishwarya Rai.
Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly og malasíska leikkonan Michelle Yeoh á frumsýningu You Will Meet a Tall Dark Stranger.
Kate Beckinsale á frumsýningu Wall Street. Hún er einn dómnefndarmeðlima í ár.
Laura Chiatti á frumsýningu Robin Hood.
Malasíska leikkonan Michelle Yeoh á frumsýningu Wall Street.
Mexíkóska leikkonan Salma Hayek á frumsýningu Wall Street - Money Never Sleeps.
Franska leikkonan Elsa Zylberstein á frumsýningu Tournee.
Franska leikkonan Frederique Bel á frumsýningu Wall Street.
Bandaríska fyrirsætan Velvet D'Amour á frumsýningu Tournee.
Spænska leikkonan Pilar Lopez de Ayala á frumsýningu You Will Meet a Tall Dark Stranger.
Tékkneska fyrirsætan Eva Herzigova á frumsýningu La Princesse de Montpensier.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×