Íslenska karlalandsliðið er áfram í 79. sæti á styrkleikalista FIFA en nýr listi var kynntur í morgun. Það voru ekki miklar breytingar á listanum enda fóru afar fáir leikir fram í mánuðinum eftir úrslitakeppni HM.
Ísland hækkaði sig um ellefu sæti á listanum síðast og hafði þá ekki verið hærra á listanum síðan í febrúar 2009.
Ísland er 62 sætum ofar á listanum en landslið Liechtenstein sem mætir á Laugardalsvöllinn í kvöld en Liechtenstein hefur ekki unnið landsleik síðan að þeir unnu 3-0 sigur á Íslandi árið 2007.
Ísland heldur sínu sæti á styrkleikalista FIFA
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn


Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn




Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn