Læra lexíu Svavar Gestsson skrifar 9. desember 2010 15:51 Það er heldur snautlegt ef lekinn úr Wikileaks verður bara frá allra síðustu mánuðum. Fróðlegt væri að sjá skrif bandarískra embættismanna frá kaldastríðsárunum. Athyglisvert er að virða fyrir sér viðbrögð Björns Bjarnasonar við þessum leka. Nú er allt lygi, bull og þvaður sem kemur frá bandarískum diplómötum á Íslandi. Það er annars makalaust að þessi skjöl skuli birtast og spennandi verður að sjá þegar það kemur fram hvernig þessi skjöl hafa komist í hendur þeirra sem hafa nú birt þau. Vonandi koma kaldastríðsskjölin fram svo þjóðin geti skoðað samskipti Sjálfstæðisflokksins og bandaríska sendiráðsins. Margt má segja um þessar frásagnir bandarískra embættismanna. Ekki fer hjá því að maður velti því fyrir sér hvort bandarískir sendimenn á Íslandi séu í lakari kantinum. Ég hef aldrei komið í bandaríska sendiráðið á Íslandi nema til að sækja vegabréfsáritun sem ég fékk ekki. Hef aldrei kynnst bandarískum sendiherrum á Íslandi og hef engar forsendur til að meta þetta fólk. Kynntist reyndar mörgum prýðilegum bandarískum sendimönnum þar sem ég þjónaði sem sendiherra fyrir Ísland erlendis. Það læðist að manni sá grunur að það hafi ekki verið verra að bandarískur sendiherra fékk ekki íslenskt heiðursmerki svo sem frægt var. En það er hins vegar beinlínis niðurlægjandi hvernig bandarískir diplómatar tala um Íslendinga almennt. Það minnir á nýlenduveldin forðum, minnir á sögur um eldvatn og glerperlur handa indíánum, frumbyggjum. Eftir þessa birtingar - sem ber að þakka fyrir og vonandi kemur meira - hljóta íslensk yfirvöld hins vegar að velta því fyrir sér hvort það sé óhætt að tala við bandaríska sendimenn. Um það þarf greinilega að setja nýjar reglur. Til dæmis að ræða aldrei einslega við þá og aldrei nema að viðstöddum riturum. Íslendingar þurfa að eiga góð samskipti við Bandaríkin; lekinn bendir hins vegar til þess að bandarískir sendimenn á Íslandi þurfi að læra lexíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Er stríðsglæpamaður í rútunni? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það er heldur snautlegt ef lekinn úr Wikileaks verður bara frá allra síðustu mánuðum. Fróðlegt væri að sjá skrif bandarískra embættismanna frá kaldastríðsárunum. Athyglisvert er að virða fyrir sér viðbrögð Björns Bjarnasonar við þessum leka. Nú er allt lygi, bull og þvaður sem kemur frá bandarískum diplómötum á Íslandi. Það er annars makalaust að þessi skjöl skuli birtast og spennandi verður að sjá þegar það kemur fram hvernig þessi skjöl hafa komist í hendur þeirra sem hafa nú birt þau. Vonandi koma kaldastríðsskjölin fram svo þjóðin geti skoðað samskipti Sjálfstæðisflokksins og bandaríska sendiráðsins. Margt má segja um þessar frásagnir bandarískra embættismanna. Ekki fer hjá því að maður velti því fyrir sér hvort bandarískir sendimenn á Íslandi séu í lakari kantinum. Ég hef aldrei komið í bandaríska sendiráðið á Íslandi nema til að sækja vegabréfsáritun sem ég fékk ekki. Hef aldrei kynnst bandarískum sendiherrum á Íslandi og hef engar forsendur til að meta þetta fólk. Kynntist reyndar mörgum prýðilegum bandarískum sendimönnum þar sem ég þjónaði sem sendiherra fyrir Ísland erlendis. Það læðist að manni sá grunur að það hafi ekki verið verra að bandarískur sendiherra fékk ekki íslenskt heiðursmerki svo sem frægt var. En það er hins vegar beinlínis niðurlægjandi hvernig bandarískir diplómatar tala um Íslendinga almennt. Það minnir á nýlenduveldin forðum, minnir á sögur um eldvatn og glerperlur handa indíánum, frumbyggjum. Eftir þessa birtingar - sem ber að þakka fyrir og vonandi kemur meira - hljóta íslensk yfirvöld hins vegar að velta því fyrir sér hvort það sé óhætt að tala við bandaríska sendimenn. Um það þarf greinilega að setja nýjar reglur. Til dæmis að ræða aldrei einslega við þá og aldrei nema að viðstöddum riturum. Íslendingar þurfa að eiga góð samskipti við Bandaríkin; lekinn bendir hins vegar til þess að bandarískir sendimenn á Íslandi þurfi að læra lexíu.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun