Engin pressa að hygla að Vettel 13. júlí 2010 09:54 Mark Webber, Sebastian Vettel og Christian Horner ásamt liðsmönnum Red Bull. Mynd: Getty Images Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að engin pressa sá á honum frá eigendum Red Bull liðsins að þjónusta Sebastian Vettel betur en Mark Webber í Formúlu 1 mótum. Webber var mjög ósáttur um helgina, þegar vængur var tekin af bíl hans og settur á bíl Vettels. "Það hefur aldrei verið pressa frá Red Bull að hygla að einum ökumanni umfram annan. Ég ræddi ekki við Helmut eða nokkurn annan frá Red Bull varðandi þá ákvörðun að Vettel fengi vænginn. Þetta var tæknileg ákvörðun sem ég ræddi við Adrian Newey. Það eina sem ég sé eftir eru að ég hafði ekki tíma til að ræða við Mark persónulega um málið fyrir tímatökuna", sagði Horner í frétt á vefsíðu The Telegraph í dag. Hann vill meina að það hefði gefið Webber betri skilning á málinu, en talsverð umræða hefur verið um ákvörðun Horner í fjölmiðlum víða um heim og meðal áhugamanna um Formúlu 1. Helmut Marko sem Horner minnist á er ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins sem á Formúlu 1 lið Red Bull. "Við Mark höfum alltaf átt opinn og góð samskipti og höfum þekkt hvorn annan í meira en áratug. Ég hef alltaf stutt hann eins og Sebastian. Þeir voru báðir syngjandi í veislu á sunnudagskvöld ásamt mér og Newey og fleirum. Það má ekki gleyma því að þetta eru hagstæð úrslit fyrir liðið og við fögnuðum þessu með fjölskyldum Marks og Sebastians", sagði Horner. Lewis Hamilton sem leiðir meistaramótið í Formúlu 1 semur ekki við Vettel, samkvæmt frétt The Telegraph og hafði skoðun á vængskiptunum. "Þetta er ekki fallegt, en ég er mjög, mjög, mjög ánægður fyrir hönd Marks. En það virðist meiri eining innan okkar liðs og þess vegna erum við efstir í báðum stigamótum", sagði Hamilton. Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að engin pressa sá á honum frá eigendum Red Bull liðsins að þjónusta Sebastian Vettel betur en Mark Webber í Formúlu 1 mótum. Webber var mjög ósáttur um helgina, þegar vængur var tekin af bíl hans og settur á bíl Vettels. "Það hefur aldrei verið pressa frá Red Bull að hygla að einum ökumanni umfram annan. Ég ræddi ekki við Helmut eða nokkurn annan frá Red Bull varðandi þá ákvörðun að Vettel fengi vænginn. Þetta var tæknileg ákvörðun sem ég ræddi við Adrian Newey. Það eina sem ég sé eftir eru að ég hafði ekki tíma til að ræða við Mark persónulega um málið fyrir tímatökuna", sagði Horner í frétt á vefsíðu The Telegraph í dag. Hann vill meina að það hefði gefið Webber betri skilning á málinu, en talsverð umræða hefur verið um ákvörðun Horner í fjölmiðlum víða um heim og meðal áhugamanna um Formúlu 1. Helmut Marko sem Horner minnist á er ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins sem á Formúlu 1 lið Red Bull. "Við Mark höfum alltaf átt opinn og góð samskipti og höfum þekkt hvorn annan í meira en áratug. Ég hef alltaf stutt hann eins og Sebastian. Þeir voru báðir syngjandi í veislu á sunnudagskvöld ásamt mér og Newey og fleirum. Það má ekki gleyma því að þetta eru hagstæð úrslit fyrir liðið og við fögnuðum þessu með fjölskyldum Marks og Sebastians", sagði Horner. Lewis Hamilton sem leiðir meistaramótið í Formúlu 1 semur ekki við Vettel, samkvæmt frétt The Telegraph og hafði skoðun á vængskiptunum. "Þetta er ekki fallegt, en ég er mjög, mjög, mjög ánægður fyrir hönd Marks. En það virðist meiri eining innan okkar liðs og þess vegna erum við efstir í báðum stigamótum", sagði Hamilton.
Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira