Fótbolti

Villareal vilja Riera sem staðgengil Pires

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Riera í leik með spænska landsliðinu.
Riera í leik með spænska landsliðinu.
Samkvæmt Sunday Mirror ætlar spænska liðið Villareal að reyna kaupa Albert Riera, leikmann Liverpool, til þess að fylla skarð Robert Pires hjá liðinu.

Meiðsli og slök frammistaða hafa ollið því að leikmaðurinn hefur ekki verið í náðinni hjá Rafael Benitez, stjóra Liverpool. Benitez keypti einnig Maxi Rodriguez til liðsins í janúar en hann spilar sömu stöðu og Riera. Það gæti því vel verið að leikmaðurinn sé tilbúinn að fara til heimalandsins og spila með Villareal á Spáni.

Robert Pires klárar samning sinn hjá Villareal í sumar og bendir allt til þess að þessi 31 árs gamli miðjumaður yfirgefi félagið að samningi loknum.

Villareal er ekki eina félagið sem vill fá Albert Riera í sínar raðir því Sevilla eru einnig sagðir á eftir spánverjanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×