Körfubolti

Grindavík áfram en það þarf að framlengja í Hólminum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þorleifur Ólafsson var með Grindavík að nýju í kvöld.
Þorleifur Ólafsson var með Grindavík að nýju í kvöld. Mynd/Stefán
Grindavík tryggði sér sæti í undanúrslitum Subwaybikars karla í körfubolta með 96-86 sigri á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Grindavík er því komið áfram eins og ÍR en það þurfti hinsvegar að framlengja leik Snæfells og Fjölnis í Stykkishólmi.

Grindavík var 24-20 yfir eftir fyrsta leikhluta og 52-41 yfir í hálfleik en Tindastóll náði að minnka muninn í fimm stig fyrir lokaleikhlutann en staðan var þá 68-73 fyrir gestina í Grindavík sem síðan kláruðu leikinn í fjórða leikhluta.

Darrel Flake skoraði 21 stig fyrir Grindavík á móti sínum gömlu félögum en Páll Axel Vilbergsson kom honum næstur með 20 stig. Ómar Sævarsson var með 13 stig og 18 fráköst og þá lék Þorleifur Ólafsson að nýju eftir meiðsli og skilaði 15 stigum, 8 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Kenny Boyd var með 18 stig og 11 fráköst í liði Tindastóls og Svavar Birgisson var með 17 stig og 7 stoðsendingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×