Rjúpa líka í forrétt 1. nóvember 2011 00:01 Oddný Elín Magnadóttir. Oddný Elín Magnadóttir, húsfrú á Kambsvegi, segir fjölskyldu sína fólk hefða. Í takt við það hefur hún í tólf ár haft grafna rjúpu í forrétt á aðfangadagskvöld. Auk grafinnar rjúpu í forrétt samanstendur jólamáltíðin af rjúpu, framreiddri á gamaldags máta, og ananasfrómas í eftirrétt.Uppskriftirnar má sjá neðar í greininni. Mmmm...„Við erum ekki mikið fyrir að breyta og erum fastheldin á alls kyns hefðir. Ég hef bara einu sinni breytt út af vananum með eftirréttinn; eyddi heilum degi í að gera Ris a la mande með sósu og öllu og eyðilagði jólin fyrir eiginmanninum og mömmu hans. Það var ekki reynt aftur," segir Oddný. Uppskriftina að gröfnu rjúpunni segir Oddný einnig mjög góða í að grafa gæsabringur og hreindýrafillet. Slíkt hafi hún gert fyrir stærri veislur og alltaf sé það jafn vinsælt. Gott er að bera forréttinn fram með ristuðu brauði. - jma Jólamatur Mest lesið Bók er tímagjöf Jól Jólasnjór Jól Sálmur 94 - Jesús, þú ert vort jólaljós Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Vill láta gott af sér leiða Jól Jólin mikil vinnutörn hjá Svölu Jól Jólakransinn er ómissandi um jólin Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Skreytum hús Jól Kerti seldust vel Jól
Oddný Elín Magnadóttir, húsfrú á Kambsvegi, segir fjölskyldu sína fólk hefða. Í takt við það hefur hún í tólf ár haft grafna rjúpu í forrétt á aðfangadagskvöld. Auk grafinnar rjúpu í forrétt samanstendur jólamáltíðin af rjúpu, framreiddri á gamaldags máta, og ananasfrómas í eftirrétt.Uppskriftirnar má sjá neðar í greininni. Mmmm...„Við erum ekki mikið fyrir að breyta og erum fastheldin á alls kyns hefðir. Ég hef bara einu sinni breytt út af vananum með eftirréttinn; eyddi heilum degi í að gera Ris a la mande með sósu og öllu og eyðilagði jólin fyrir eiginmanninum og mömmu hans. Það var ekki reynt aftur," segir Oddný. Uppskriftina að gröfnu rjúpunni segir Oddný einnig mjög góða í að grafa gæsabringur og hreindýrafillet. Slíkt hafi hún gert fyrir stærri veislur og alltaf sé það jafn vinsælt. Gott er að bera forréttinn fram með ristuðu brauði. - jma
Jólamatur Mest lesið Bók er tímagjöf Jól Jólasnjór Jól Sálmur 94 - Jesús, þú ert vort jólaljós Jól Rómantísk jól undir stjörnumergð Jól Vill láta gott af sér leiða Jól Jólin mikil vinnutörn hjá Svölu Jól Jólakransinn er ómissandi um jólin Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól Skreytum hús Jól Kerti seldust vel Jól