Flækjur í Flóanum Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Hæstiréttur dæmdi ákvörðun mína um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðar Urriðafossvirkjun ógilda. Margir hafa haft uppi stór orð af því tilefni og hætt er við að mikilvæg lagarök og efnisatriði hafi fallið í skuggann af þeim fyrirgangi. Deilt var um heimild framkvæmdaaðila til að standa straum af kostnaði við gerð aðalskipulags. Ég taldi aðkomu Landsvirkjunar að skipulagi Flóahrepps ekki standast lög enda enga orðaða heimild að finna í lögunum. Þá hafði samgönguráðherra áður úrskurðað að tiltekin grein samnings um greiðslu fyrir skipulag væri ólögmæt. Þegar til þess kom hafði umboðsmaður Alþingis fjallað um málið. Í áliti umboðsmanns eru rakin þau sjónarmið sem hann taldi að samgönguráðuneytið þyrfti að skoða í þessu sambandi. Álitaefnið fólst einkum í því hvort sveitarstjórn gæti með samkomulagi fallist á að hagsmunaaðli, sem á mikla og beina hagsmuni undir niðurstöðu skipulagsferils, kostaði gerð skipulags. Horft var til markmiða skipulags- og byggingarlaga sem eiga að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála. Þegar ég og ráðuneyti mitt stóðum frammi fyrir því að staðfesta skipulag Flóahrepps var byggt á sömu sjónarmiðum og umboðsmaður hafði nefnt enda einungis heimild í þágildandi lögum fyrir greiðslu framkvæmdaaðila við gerð deiliskipulags. Í ljósi þessarar forsögu átti niðurstaða mín ekki að koma neinum á óvart.Pólitíkin og lögmætið Einhverjir hrukku við vegna þeirra svara minna í fréttum að ákvarðanir mínar væru líka pólitískar. Því vil ég minna á að hlutverk ráðherra er tvíþætt. Ráðherrar eru æðstu yfirmenn stjórnsýslu og bera ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum en líka pólitískir leiðtogar í sínum málaflokki og bera ábyrgð á því að framfylgja pólitískri stefnu ríkisstjórnar hverju sinni. Því hlutverki gegna þeir í pólitísku umboði Alþingis, stjórnmálahreyfinga og kjósenda. Að sjálfsögðu ber ráðherra að fara að lögum og rétti og þannig var það líka í þessu tilviki. Hins vegar er það svo og það vita dómarar allra manna best að þegar skera þarf úr ágreiningi liggur ein lagalega rétt niðurstaða sjaldnast ljós fyrir. Oft þarf að meta hvaða hagsmunir eigi að vega þyngst í þeim málum þar sem möguleiki er á tveimur eða fleiri túlkunum. Rétt er að hafa í huga að í okkar réttarkerfi er öllum heimilt að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstóla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómur fellur íslenska ríkinu í óhag. Þegar deilt er um túlkun laga er fullkomlega eðlilegt að mál sé borið undir bæði dómsstig til að stuðla að sátt um niðurstöðu. Þetta mál hefur rofið frið íbúa við Þjórsá um langan tíma og varðar þjóðina alla. Mikilvægt var að fá skorið úr lögmæti samkomulagsins sem um var deilt.Fordæmisgildi og spurningar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag um greiðslu fyrir aðalskipulag Flóahrepps stæðist lög. Hann telur aftur að í öðrum tilvikum kunni slíkt fyrirkomulag að vera ólöglegt, m.a. að það geti ógnað markmiðum laganna um réttaröryggi í meðferð skipulags. Eftir stendur að alltaf þarf að meta hvenær slíkt samkomulag hefur á áhrif á réttaröryggi og yrði talið ólögmætt. Dómurinn hefur því fordæmisgildi gagnvart nýjum lögum. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Má t.d. greiða fyrir sig og liðka fyrir framkvæmdum með íþróttamannvirki, vatnsveitu, símsendum, reiðstígum eða beinni greiðslu til sveitarstjórnarmanna fyrir fundarsetur? Ný skipulagslög fjalla um kostnað við skipulag en hvað um aðra samvinnu aðila? Þurfa orkufyrirtæki ef til vill að setja sér siðareglur um þessi efni?Valdmörk og hagsmunir Ég taldi varhugavert að túlka ákvæði laga á þann hátt að þar sem greiðslur framkvæmdaaðila væru ekki beinlínis bannaðar væru þær heimilar. Aðalskipulag er ígildi reglugerðar og það getur ógnað réttaröryggi og almannahagsmunum að hagsmunaaðili fái að greiða sérstaklega fyrir smíði skipulags eða reglugerðar sem getur haft veruleg og bein áhrif á hagsmuni sem lúta að starfsemi eða afkomu hans. Hæstiréttur er mér sammála um þetta. Fæstum þætti eðlilegt að Viðskiptaráð kostaði reglugerð um fjármálaviðskipti eða samtök útgerðarmanna reglugerð um stjórnun fiskveiða. Það var vegna almannahagsmuna sem ég taldi rétt að synja skipulaginu staðfestingar og láta þá á það reyna fyrir dómstólum, ef þess þyrfti með, hvernig ber að svara spurningunni um þátttöku hagsmunaaðila í gerð aðalskipulags. Fyrir því voru gild lagaleg rök, efnislegar ástæður og pólitísk sannfæring. Tuggan um tafir á atvinnuuppbyggingu vegna minna embættisverka verður eflaust lífseig en hún stenst enga skoðun. Ég minni bara á að raunverulegar tafir, þegar um þær er að ræða, geta verið fyllilega réttmætar. Þetta mál varðar ekki bara okkur sem nú lifum heldur líka náttúru landsins sem á sinn sjálfstæða tilverurétt og þá sem á eftir okkur koma, mann fram af manni, konur og karla um ókomnar aldir. Ekki síst þeirra vegna verðum að stíga varlega til jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Hæstiréttur dæmdi ákvörðun mína um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðar Urriðafossvirkjun ógilda. Margir hafa haft uppi stór orð af því tilefni og hætt er við að mikilvæg lagarök og efnisatriði hafi fallið í skuggann af þeim fyrirgangi. Deilt var um heimild framkvæmdaaðila til að standa straum af kostnaði við gerð aðalskipulags. Ég taldi aðkomu Landsvirkjunar að skipulagi Flóahrepps ekki standast lög enda enga orðaða heimild að finna í lögunum. Þá hafði samgönguráðherra áður úrskurðað að tiltekin grein samnings um greiðslu fyrir skipulag væri ólögmæt. Þegar til þess kom hafði umboðsmaður Alþingis fjallað um málið. Í áliti umboðsmanns eru rakin þau sjónarmið sem hann taldi að samgönguráðuneytið þyrfti að skoða í þessu sambandi. Álitaefnið fólst einkum í því hvort sveitarstjórn gæti með samkomulagi fallist á að hagsmunaaðli, sem á mikla og beina hagsmuni undir niðurstöðu skipulagsferils, kostaði gerð skipulags. Horft var til markmiða skipulags- og byggingarlaga sem eiga að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulagsmála. Þegar ég og ráðuneyti mitt stóðum frammi fyrir því að staðfesta skipulag Flóahrepps var byggt á sömu sjónarmiðum og umboðsmaður hafði nefnt enda einungis heimild í þágildandi lögum fyrir greiðslu framkvæmdaaðila við gerð deiliskipulags. Í ljósi þessarar forsögu átti niðurstaða mín ekki að koma neinum á óvart.Pólitíkin og lögmætið Einhverjir hrukku við vegna þeirra svara minna í fréttum að ákvarðanir mínar væru líka pólitískar. Því vil ég minna á að hlutverk ráðherra er tvíþætt. Ráðherrar eru æðstu yfirmenn stjórnsýslu og bera ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum en líka pólitískir leiðtogar í sínum málaflokki og bera ábyrgð á því að framfylgja pólitískri stefnu ríkisstjórnar hverju sinni. Því hlutverki gegna þeir í pólitísku umboði Alþingis, stjórnmálahreyfinga og kjósenda. Að sjálfsögðu ber ráðherra að fara að lögum og rétti og þannig var það líka í þessu tilviki. Hins vegar er það svo og það vita dómarar allra manna best að þegar skera þarf úr ágreiningi liggur ein lagalega rétt niðurstaða sjaldnast ljós fyrir. Oft þarf að meta hvaða hagsmunir eigi að vega þyngst í þeim málum þar sem möguleiki er á tveimur eða fleiri túlkunum. Rétt er að hafa í huga að í okkar réttarkerfi er öllum heimilt að bera ákvarðanir stjórnvalda undir dómstóla. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómur fellur íslenska ríkinu í óhag. Þegar deilt er um túlkun laga er fullkomlega eðlilegt að mál sé borið undir bæði dómsstig til að stuðla að sátt um niðurstöðu. Þetta mál hefur rofið frið íbúa við Þjórsá um langan tíma og varðar þjóðina alla. Mikilvægt var að fá skorið úr lögmæti samkomulagsins sem um var deilt.Fordæmisgildi og spurningar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag um greiðslu fyrir aðalskipulag Flóahrepps stæðist lög. Hann telur aftur að í öðrum tilvikum kunni slíkt fyrirkomulag að vera ólöglegt, m.a. að það geti ógnað markmiðum laganna um réttaröryggi í meðferð skipulags. Eftir stendur að alltaf þarf að meta hvenær slíkt samkomulag hefur á áhrif á réttaröryggi og yrði talið ólögmætt. Dómurinn hefur því fordæmisgildi gagnvart nýjum lögum. Mörgum spurningum er enn ósvarað. Má t.d. greiða fyrir sig og liðka fyrir framkvæmdum með íþróttamannvirki, vatnsveitu, símsendum, reiðstígum eða beinni greiðslu til sveitarstjórnarmanna fyrir fundarsetur? Ný skipulagslög fjalla um kostnað við skipulag en hvað um aðra samvinnu aðila? Þurfa orkufyrirtæki ef til vill að setja sér siðareglur um þessi efni?Valdmörk og hagsmunir Ég taldi varhugavert að túlka ákvæði laga á þann hátt að þar sem greiðslur framkvæmdaaðila væru ekki beinlínis bannaðar væru þær heimilar. Aðalskipulag er ígildi reglugerðar og það getur ógnað réttaröryggi og almannahagsmunum að hagsmunaaðili fái að greiða sérstaklega fyrir smíði skipulags eða reglugerðar sem getur haft veruleg og bein áhrif á hagsmuni sem lúta að starfsemi eða afkomu hans. Hæstiréttur er mér sammála um þetta. Fæstum þætti eðlilegt að Viðskiptaráð kostaði reglugerð um fjármálaviðskipti eða samtök útgerðarmanna reglugerð um stjórnun fiskveiða. Það var vegna almannahagsmuna sem ég taldi rétt að synja skipulaginu staðfestingar og láta þá á það reyna fyrir dómstólum, ef þess þyrfti með, hvernig ber að svara spurningunni um þátttöku hagsmunaaðila í gerð aðalskipulags. Fyrir því voru gild lagaleg rök, efnislegar ástæður og pólitísk sannfæring. Tuggan um tafir á atvinnuuppbyggingu vegna minna embættisverka verður eflaust lífseig en hún stenst enga skoðun. Ég minni bara á að raunverulegar tafir, þegar um þær er að ræða, geta verið fyllilega réttmætar. Þetta mál varðar ekki bara okkur sem nú lifum heldur líka náttúru landsins sem á sinn sjálfstæða tilverurétt og þá sem á eftir okkur koma, mann fram af manni, konur og karla um ókomnar aldir. Ekki síst þeirra vegna verðum að stíga varlega til jarðar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun