Tiger var bitlaus gegn Björn og er úr leik í Arizona Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. febrúar 2011 10:03 Tiger Woods átti erfitt uppdráttar gegn Thomas Björn í gær. Upphafshögg hans í bráðabana fór langt utan brautar þar sem að óskemmtilegur gróður tók á móti kylfingnum. AP Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. Woods og Björn voru jafnir eftir 18 holur og á fyrstu holu í bráðabana gerði Woods mistök þar sem hann sló lélegt upphafshögg með 3-tré og boltinn endaði endaði langt utan brautar – í eyðimörkinni. Þetta er aðeins í annað sinn sem Woods fellur úr leik í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni. Aðeins 64 efstu á heimslistanum hófu keppni á þessu móti og er þeim raðað upp í fjóra 16 manna riðla. „Ég klúðraði þessu," sagði Woods í gær en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum og var lengi að jafna sig á úrslitunum. Björn, sem er góður vinur Woods, tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni fyrr á þessu ári. Þeir ræddu lengi saman á flötinni eftir að úrslitin voru ljós og það var greinilegt að Woods átti erfitt. „Það sem við sögðum á flötinni er einkamál, en ég er á þeirri skoðun að golfið þarf á Tiger Woods að halda," sagði Björn sem mætir Geoff Ogilvy frá Ástralíu í næstu umferð.Tiger Woods slær hér upp úr glompu í Arizona í gær.APWoods, sem er í þriðja sæti heimslistans, hefur ekki náð að vera í hópi 20 efstu á fyrstu þremur mótum ársins 2011. Hann var langt frá sínu besta gegn Björn og klúðraði nokkrum upplögðum færum á flötunum. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, átti ekki í vandræðum með Henrik Stenson frá Svíþjóð en sá leikur endaði 3 /2. Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er í öðru sæti heimslistans var ekki lengi að klára sinn leik gegn hinum 19 ára gamla Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu. Sá leikur endaði 7 /6. Phil Mickelson, sem er í fjórða sæti heimslistans, rúllaði upp Brendan Jones 6 / 5. Ítalinn Matteo Manassero, sem er aðeins 17 ára gamall, kom gríðarlega á óvart með því að sigra Steve Stricker, 2 /1. Jim Furyk féll einnig úr leik en hann tapaði gegn Ryan Palmer. Alls eru 13 kylfingar frá Bandaríkjunum eftir í keppninni, 13 frá Evrópu, tveir frá Ástralíu, Suður-Afríku og Asíu. Ian Poulter frá Englandi sem hafði titil að verja á þessu móti er úr leik en hann tapaði gegn Stewart Cink á 19. holu. Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. Woods og Björn voru jafnir eftir 18 holur og á fyrstu holu í bráðabana gerði Woods mistök þar sem hann sló lélegt upphafshögg með 3-tré og boltinn endaði endaði langt utan brautar – í eyðimörkinni. Þetta er aðeins í annað sinn sem Woods fellur úr leik í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni. Aðeins 64 efstu á heimslistanum hófu keppni á þessu móti og er þeim raðað upp í fjóra 16 manna riðla. „Ég klúðraði þessu," sagði Woods í gær en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum og var lengi að jafna sig á úrslitunum. Björn, sem er góður vinur Woods, tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni fyrr á þessu ári. Þeir ræddu lengi saman á flötinni eftir að úrslitin voru ljós og það var greinilegt að Woods átti erfitt. „Það sem við sögðum á flötinni er einkamál, en ég er á þeirri skoðun að golfið þarf á Tiger Woods að halda," sagði Björn sem mætir Geoff Ogilvy frá Ástralíu í næstu umferð.Tiger Woods slær hér upp úr glompu í Arizona í gær.APWoods, sem er í þriðja sæti heimslistans, hefur ekki náð að vera í hópi 20 efstu á fyrstu þremur mótum ársins 2011. Hann var langt frá sínu besta gegn Björn og klúðraði nokkrum upplögðum færum á flötunum. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, átti ekki í vandræðum með Henrik Stenson frá Svíþjóð en sá leikur endaði 3 /2. Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er í öðru sæti heimslistans var ekki lengi að klára sinn leik gegn hinum 19 ára gamla Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu. Sá leikur endaði 7 /6. Phil Mickelson, sem er í fjórða sæti heimslistans, rúllaði upp Brendan Jones 6 / 5. Ítalinn Matteo Manassero, sem er aðeins 17 ára gamall, kom gríðarlega á óvart með því að sigra Steve Stricker, 2 /1. Jim Furyk féll einnig úr leik en hann tapaði gegn Ryan Palmer. Alls eru 13 kylfingar frá Bandaríkjunum eftir í keppninni, 13 frá Evrópu, tveir frá Ástralíu, Suður-Afríku og Asíu. Ian Poulter frá Englandi sem hafði titil að verja á þessu móti er úr leik en hann tapaði gegn Stewart Cink á 19. holu.
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira