Segir að treyja Man United sé þung byrði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2025 21:32 Treyjan var of þung fyrir Onana sem talaði mikið í fjölmiðlum en varði lítið á vellinum. Peter Byrne/Getty Images Það að vera markvörður Manchester United er ekki fyrir alla. Því komst André Onana heldur fljótt að eftir að hann átti að hjálpa til við að umturna leikstíl félagsins. „Á þessu augnabliki er erfitt að vera markvörður Manchester United,“ sagði Ruben Amorim, þjálfari félagsins, skömmu áður en landsleikjahléið sem nú er í gangi hófst. Amorim var ekki að ljúga og í raun hefur verið erfitt að vera markvörður Man United undanfarin ár. Spánverjinn David De Gea vann hálfgerða yfirvinnu á köflum sem gerði það að verkum að Man United var samkeppnishæft. Undir lok ferils síns hjá félaginu hafði hann dalað og ákvað Erik Ten Hag, þáverandi stjóri liðsins, að André Onana væri rétti maðurinn til að leysa De Gea af hólmi. Líkt og margir af þeim leikmönnum sem Ten Hag fékk til liðsins þá átti Onana erfitt svo gott sem frá fyrsta degi. Hann hefur nú verið sendur á lán til Tyrklands sem þýðir að hinn glænýi og óreyndi Senne Lammens, Altay Bayindir og reynsluboltinn Tom Heaton munu berjast um stöðu aðalmarkvarðar það sem eftir lifir tímabils. Bayindir hefur spilað alla þrjá leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni og verið gríðarlega ósannfærandi í nær öllum sínum aðgerðum. Það kæmi því í raun lítið á óvart að Lammens yrði hent beint í djúpu laugina. Þarft húð eins og nashyrningur Phil Jones, fyrrverandi varnarmaður Man United, veit hversu erfitt það getur verið að vera á mála hjá Man Utd og spila illa. Í hans tilviki sneri málið þó meira að því hversu lítið hann spilaði, vegna meiðsla. Í viðtali nýverið sagði Jones að markverðir Man United þyrftu að vera með húð líkt og nashyrningar. „Treyja Manchester United er þung að bera. Það skiptir öllu máli að markvörður félagsins sé yfirvegaður og geti höndlað ákveðnar aðstæður. Hann þarf að hafa góða stjórn,“ sagði Jones einnig. Á tíma sínum hjá félaginu lék hann með sjö markvörðum í ensku úrvalsdeildinni: Ben Amos, Anders Lindegaard, De Gea, Victor Valdes, Sergio Romero, Joel Pereira og Dean Henderson. David De Gea í einum af 545 leikjum sínum fyrir Man United.Vísir/AP „Ef markvörður gerir mistök þá getur það farið sem smitsjúkdómur um varnarlínu liðsins. Ef markvörður gerði mistök var eins og maður næði því ekki út úr kerfinu fyrr en í næsta leik.“ „Hann var með nashyrningshúð. Það var eins og hann hefði hæfileikann til að vera alveg sama. Að gera mistök hafði engin áhrif á hann, sérstaklega ekki á æfingum. En þegar þú þurftir á honum að halda var hann til staðar,“ sagði Jones að endingu um De Gea. Spánverjinn, sem er í dag liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili á Englandi enda enn ungur að árum. Hann sýndi strax hvað í sér bjó á öðru tímabili og var árin eftir það einn besti markvörður Englands og jafnvel heims. Onana fékk tvö ár til að fylla skarð De Gea en tókst það engan veginn. Það virðist sem tími hans á Old Trafford sé á enda. Spurningin nú er hvort hinn óreyndi Lammens er svarið eða hvort Man United verði á ný farið að leita að nýjum markverði áður en langt um líður. Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
„Á þessu augnabliki er erfitt að vera markvörður Manchester United,“ sagði Ruben Amorim, þjálfari félagsins, skömmu áður en landsleikjahléið sem nú er í gangi hófst. Amorim var ekki að ljúga og í raun hefur verið erfitt að vera markvörður Man United undanfarin ár. Spánverjinn David De Gea vann hálfgerða yfirvinnu á köflum sem gerði það að verkum að Man United var samkeppnishæft. Undir lok ferils síns hjá félaginu hafði hann dalað og ákvað Erik Ten Hag, þáverandi stjóri liðsins, að André Onana væri rétti maðurinn til að leysa De Gea af hólmi. Líkt og margir af þeim leikmönnum sem Ten Hag fékk til liðsins þá átti Onana erfitt svo gott sem frá fyrsta degi. Hann hefur nú verið sendur á lán til Tyrklands sem þýðir að hinn glænýi og óreyndi Senne Lammens, Altay Bayindir og reynsluboltinn Tom Heaton munu berjast um stöðu aðalmarkvarðar það sem eftir lifir tímabils. Bayindir hefur spilað alla þrjá leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni og verið gríðarlega ósannfærandi í nær öllum sínum aðgerðum. Það kæmi því í raun lítið á óvart að Lammens yrði hent beint í djúpu laugina. Þarft húð eins og nashyrningur Phil Jones, fyrrverandi varnarmaður Man United, veit hversu erfitt það getur verið að vera á mála hjá Man Utd og spila illa. Í hans tilviki sneri málið þó meira að því hversu lítið hann spilaði, vegna meiðsla. Í viðtali nýverið sagði Jones að markverðir Man United þyrftu að vera með húð líkt og nashyrningar. „Treyja Manchester United er þung að bera. Það skiptir öllu máli að markvörður félagsins sé yfirvegaður og geti höndlað ákveðnar aðstæður. Hann þarf að hafa góða stjórn,“ sagði Jones einnig. Á tíma sínum hjá félaginu lék hann með sjö markvörðum í ensku úrvalsdeildinni: Ben Amos, Anders Lindegaard, De Gea, Victor Valdes, Sergio Romero, Joel Pereira og Dean Henderson. David De Gea í einum af 545 leikjum sínum fyrir Man United.Vísir/AP „Ef markvörður gerir mistök þá getur það farið sem smitsjúkdómur um varnarlínu liðsins. Ef markvörður gerði mistök var eins og maður næði því ekki út úr kerfinu fyrr en í næsta leik.“ „Hann var með nashyrningshúð. Það var eins og hann hefði hæfileikann til að vera alveg sama. Að gera mistök hafði engin áhrif á hann, sérstaklega ekki á æfingum. En þegar þú þurftir á honum að halda var hann til staðar,“ sagði Jones að endingu um De Gea. Spánverjinn, sem er í dag liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, átti erfitt uppdráttar á sínu fyrsta tímabili á Englandi enda enn ungur að árum. Hann sýndi strax hvað í sér bjó á öðru tímabili og var árin eftir það einn besti markvörður Englands og jafnvel heims. Onana fékk tvö ár til að fylla skarð De Gea en tókst það engan veginn. Það virðist sem tími hans á Old Trafford sé á enda. Spurningin nú er hvort hinn óreyndi Lammens er svarið eða hvort Man United verði á ný farið að leita að nýjum markverði áður en langt um líður.
Fótbolti Enski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira