FIA styður ákvörðun um að keppa ekki í Barein 21. febrúar 2011 18:19 Starfsmaður á Barein brautinni í áhorfendastúkunni, sem ekki verður notuð í Formúlu 1 á næstu vikum. Mynd: Getty Images/John Moores FIA, alþjóða bílasambandið styður ákvörðun þeirra sem hafa með Formúlu 1 mótshaldið í í Barein að gera, þess efnis að hætta við Formúlu 1 mótið sem átti að vera í Barein þann 13. mars. FIA sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis síðdegis í dag. Ekki er ljóst hvort mótið verður á dagskrá síðar á árinu. Segir í yfirlýsingu FIA að ákvörðun sé vegna náinnar samvinnu FIA, FOM (fyrirtæki sem Bernie Ecclestone stýrir), bílasambandsins í Barein og þeirra sem stjórna kappakstursbrautinni í Barein. FIA hefur yfirumsjón með mótshaldi í Formúlu 1 og dagskránni á ári hverju. Ekki er ljóst enn sem komið er hvort mótið í Barein verður sett á dagskrá síðar á árinu, en í tilkynningu FIA er talað um frestun, en ekki að mótinu hafi verið aflýst með öllu á árinu. Krónprins Barein óskaði eftir því í dag að taka mótið af dagksrá 13. mars vegna ástandsins í landinu. Mikil spenna er innanlands í Barein eftir átök mótmælenda og yfirvalda. Í frétt á autsport.com í dag segir Zayed Alzayani, formaður Barein brautarinnar; "Okkur hlakkar til að bjóða lið, ökumenn og alla sem eru hluti af Formúlu 1 aftur til Barein í náinni framtíð. Barein mótið er tími fögnuðar og mótshaldið er stolt Barein og íbúa þess. Sýnir umheiminum vettvanginn. Ég vona að F1 og vinir okkar um heim allan skilji ákvörðunina á þessum erfiðu tímum", sagði Alzayani. Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
FIA, alþjóða bílasambandið styður ákvörðun þeirra sem hafa með Formúlu 1 mótshaldið í í Barein að gera, þess efnis að hætta við Formúlu 1 mótið sem átti að vera í Barein þann 13. mars. FIA sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis síðdegis í dag. Ekki er ljóst hvort mótið verður á dagskrá síðar á árinu. Segir í yfirlýsingu FIA að ákvörðun sé vegna náinnar samvinnu FIA, FOM (fyrirtæki sem Bernie Ecclestone stýrir), bílasambandsins í Barein og þeirra sem stjórna kappakstursbrautinni í Barein. FIA hefur yfirumsjón með mótshaldi í Formúlu 1 og dagskránni á ári hverju. Ekki er ljóst enn sem komið er hvort mótið í Barein verður sett á dagskrá síðar á árinu, en í tilkynningu FIA er talað um frestun, en ekki að mótinu hafi verið aflýst með öllu á árinu. Krónprins Barein óskaði eftir því í dag að taka mótið af dagksrá 13. mars vegna ástandsins í landinu. Mikil spenna er innanlands í Barein eftir átök mótmælenda og yfirvalda. Í frétt á autsport.com í dag segir Zayed Alzayani, formaður Barein brautarinnar; "Okkur hlakkar til að bjóða lið, ökumenn og alla sem eru hluti af Formúlu 1 aftur til Barein í náinni framtíð. Barein mótið er tími fögnuðar og mótshaldið er stolt Barein og íbúa þess. Sýnir umheiminum vettvanginn. Ég vona að F1 og vinir okkar um heim allan skilji ákvörðunina á þessum erfiðu tímum", sagði Alzayani.
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira