Barcelona með yfirburði gegn Arsenal - Persie sá rautt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2011 21:47 Börsungar fagna í kvöld. Barcelona og Shaktar Donetsk tryggðu sig í kvöld inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Shaktar lagði Roma, 3-0 á meðan Barcelona lagði Arsenal, 3-1, í líflegum leik. Yfirburðir Börsunga í fyrri hálfleik voru fáranlega miklir. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum og það heyrði hreinlega til stórtíðinda ef Arsenal komst yfir miðju. Enda gerðist það ekki oft í hálfleiknum. Arsenal varð fyrir áfalli á 18. mínútu er markvörðurinn Szczesny meiddist á fingri. Í hans stað kom Manuel Almunia sem á ekki góðar minningar frá Nou Camp. Eftir því sem leið á hálfleikinn jókst sóknarþungi heimamanna og það var hreint ótrúlegt að Arsenal tækist að halda markinu hreinu. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik brast loksins stíflan. Fabregas átti kjánalega hælsendingu fyrir utan teig sem varð þess valdandi að Barcelona náði boltanum. Iniesta stakk boltanum á Messi. Argentínumaðurinn vippaði yfir Almunia og skoraði í tómt markið. Snilldarlega gert. 1-0 fyrir Barcelona í hálfleik sem þýddi að Arsenal varð að koma framar í seinni hálfleik enda dugði þessi staða Barcelona til þess að komast áfram í keppninni.Van Persie fær að líta rauða spjaldið frá Busacca,Arsenal fékk draumabyrjun í síðari hálfleik er þeir jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Samir Nasri tók þá hornspyrnu sem Sergio Busquets skallaði í eigið net. Afar klaufalegt. Markið sprengdi leikinn upp á ný. Aðeins tveim mínútum síðar varð Arsenal manni færri. Hollendingurinn Robin Van Persie fékk þá sitt annað gula spjald í leiknum og um leið það rauða. Hann tók þá skot að marki eftir að búið var að flauta. Van Persie sagðist ekki hafa heyrt í flautunni og verður að segjast eins og er að þetta var ansi harður dómur hjá Massimo Busacca dómara. Eins og við mátti búast hófst mikil sókn hjá Barcelona í kjölfarið. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok spiluðu Iniesta og David Villa listavel saman. Xavi slapp einn í gegn og kláraði færið. Ákaflega smekklega gert. Aðeins tveim mínútum síðar braut Koscielny klaufalega á Pedro og vítaspyrna réttilega dæmd. Messi tók vítið og skoraði af gríðarlegu öryggi. 3-1 fyrir Barcelona.Messi er hér búinn að vippa yfir markvörð Arsenal og skömmu síðar kom hann Barcelona yfir.Börsungar óðu í færum næstu mínútur en Almunia átti stórbrotinn leik í markinu og varði eins og óður maður. Hættuleg staða fyrir Barcelona enda hefði eitt mark frá Arsenal komið þeim áfram. Bendtner var ekki fjarri því að skora er tvær mínútur lifðu leiks en Börsungar björguðu á elleftu stundu. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og að lokum má geta þess að Arsenal átti ekki eitt einasta skot að marki Börsunga. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira
Barcelona og Shaktar Donetsk tryggðu sig í kvöld inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Shaktar lagði Roma, 3-0 á meðan Barcelona lagði Arsenal, 3-1, í líflegum leik. Yfirburðir Börsunga í fyrri hálfleik voru fáranlega miklir. Þeir réðu lögum og lofum á vellinum og það heyrði hreinlega til stórtíðinda ef Arsenal komst yfir miðju. Enda gerðist það ekki oft í hálfleiknum. Arsenal varð fyrir áfalli á 18. mínútu er markvörðurinn Szczesny meiddist á fingri. Í hans stað kom Manuel Almunia sem á ekki góðar minningar frá Nou Camp. Eftir því sem leið á hálfleikinn jókst sóknarþungi heimamanna og það var hreint ótrúlegt að Arsenal tækist að halda markinu hreinu. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik brast loksins stíflan. Fabregas átti kjánalega hælsendingu fyrir utan teig sem varð þess valdandi að Barcelona náði boltanum. Iniesta stakk boltanum á Messi. Argentínumaðurinn vippaði yfir Almunia og skoraði í tómt markið. Snilldarlega gert. 1-0 fyrir Barcelona í hálfleik sem þýddi að Arsenal varð að koma framar í seinni hálfleik enda dugði þessi staða Barcelona til þess að komast áfram í keppninni.Van Persie fær að líta rauða spjaldið frá Busacca,Arsenal fékk draumabyrjun í síðari hálfleik er þeir jöfnuðu leikinn á 53. mínútu. Samir Nasri tók þá hornspyrnu sem Sergio Busquets skallaði í eigið net. Afar klaufalegt. Markið sprengdi leikinn upp á ný. Aðeins tveim mínútum síðar varð Arsenal manni færri. Hollendingurinn Robin Van Persie fékk þá sitt annað gula spjald í leiknum og um leið það rauða. Hann tók þá skot að marki eftir að búið var að flauta. Van Persie sagðist ekki hafa heyrt í flautunni og verður að segjast eins og er að þetta var ansi harður dómur hjá Massimo Busacca dómara. Eins og við mátti búast hófst mikil sókn hjá Barcelona í kjölfarið. Rúmum 20 mínútum fyrir leikslok spiluðu Iniesta og David Villa listavel saman. Xavi slapp einn í gegn og kláraði færið. Ákaflega smekklega gert. Aðeins tveim mínútum síðar braut Koscielny klaufalega á Pedro og vítaspyrna réttilega dæmd. Messi tók vítið og skoraði af gríðarlegu öryggi. 3-1 fyrir Barcelona.Messi er hér búinn að vippa yfir markvörð Arsenal og skömmu síðar kom hann Barcelona yfir.Börsungar óðu í færum næstu mínútur en Almunia átti stórbrotinn leik í markinu og varði eins og óður maður. Hættuleg staða fyrir Barcelona enda hefði eitt mark frá Arsenal komið þeim áfram. Bendtner var ekki fjarri því að skora er tvær mínútur lifðu leiks en Börsungar björguðu á elleftu stundu. Yfirburðir Barcelona í leiknum voru miklir og að lokum má geta þess að Arsenal átti ekki eitt einasta skot að marki Börsunga.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Fleiri fréttir Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Sjá meira