Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur.
Margrét Lára skoraði fyrra mark sitt á 26. mínútu með marki beint úr aukspyrnu en markið kom aðeins fimm mínútum eftir að kínversku stelpurnar höfðu komist yfir í leiknum. Margrét Lára skoraði síðan sigurmarkið á 49. mínútu eftir glæsilegan einleik frá miðju. Hún hefur nú skorað þrjú mörk í þessum tveimur leikjum og alls 58 mörk í 70 landsleikjum.
Kínverska liðið átti skot í slá og stöng á lokasekúndum leiksins en íslenska liðið hélt út og fagnaði sínum öðrum leik í röð í keppninni. Kína er í 13. sæti á Styrkleikalista FIFA en íslenska liðið er þar í 17. sæti.
Leikmenn íslenska liðsins í dagMarkvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Hægri bakvörður: Þórunn Helga Jónsdóttir
Miðvörður: Sif Atladóttir
Miðvörður: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði
Vinstri bakvörður: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
Tengiliður: Edda Garðarsdóttir
Tengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir
Sóknartengiliður: Katrín Ómarsdóttir
(Dagný Brynjarsdóttir inn á 61. mínútu)
Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir
(Rakel Hönnudóttir inn á 56. mínútu)
Vinstri kantur: Hallbera Guðný Gísladóttir
(Rakel Logadóttir inn á 71. mínútu)
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
