Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið sem vann 2-1 sigur á Kína í öðrum leik sínum í Algarve-bikarnum í Portúgal. Líkt og í sigrinum á Svíum á miðvikudaginn þá lenti íslenska liðið undir en kom til baka og tryggði sér frábæran sigur.
Margrét Lára skoraði fyrra mark sitt á 26. mínútu með marki beint úr aukspyrnu en markið kom aðeins fimm mínútum eftir að kínversku stelpurnar höfðu komist yfir í leiknum. Margrét Lára skoraði síðan sigurmarkið á 49. mínútu eftir glæsilegan einleik frá miðju. Hún hefur nú skorað þrjú mörk í þessum tveimur leikjum og alls 58 mörk í 70 landsleikjum.
Kínverska liðið átti skot í slá og stöng á lokasekúndum leiksins en íslenska liðið hélt út og fagnaði sínum öðrum leik í röð í keppninni. Kína er í 13. sæti á Styrkleikalista FIFA en íslenska liðið er þar í 17. sæti.
Leikmenn íslenska liðsins í dagMarkvörður: Guðbjörg Gunnarsdóttir
Hægri bakvörður: Þórunn Helga Jónsdóttir
Miðvörður: Sif Atladóttir
Miðvörður: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði
Vinstri bakvörður: Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
Tengiliður: Edda Garðarsdóttir
Tengiliður: Sara Björk Gunnarsdóttir
Sóknartengiliður: Katrín Ómarsdóttir
(Dagný Brynjarsdóttir inn á 61. mínútu)
Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir
(Rakel Hönnudóttir inn á 56. mínútu)
Vinstri kantur: Hallbera Guðný Gísladóttir
(Rakel Logadóttir inn á 71. mínútu)
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir
Margrét Lára með tvö mörk í glæsilegum sigri á Kína
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn
Íslenski boltinn

Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United
Enski boltinn

Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti
Enski boltinn





Bayern varð sófameistari
Fótbolti
