AC Milan hleypti smá spennu í toppslagi ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er það tapaði gegn Palermo á útivelli, 1-0.
Það var Dorin Goian sem skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu.
Milan eftir sem áður með fimm stiga forskot á toppi deildarinnr en Inter getur minnkað forskotið niður í þrjú stig á morgun.
