Formúlu 1 ökumaðurinn Kobayashi vill færa Japönum von og jákvæðar fréttir 18. mars 2011 17:42 Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber liðinu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúu 1 liðinu kveðst vilja ná hagstæðum úrslitum í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu 27. mars, til að færa landsmönnum sínar einhverjar jákvæðar fréttir á erfiðum tímum. Sauber liðið hefur ekið 5.841 km á æfingum í vetur, en í fréttatilkynningu liðsins segir að ský sé fyrir sólu í undirbúningi liðsins vegna ástandsins í Japan. Bílar liðsins verða sérstaklega merktir í fyrsta mótinu til að senda hlýja stuðningskveðju til fólks í Japan, eftir jarðskjálfta og síðan flóðbylgju sem skapaði miklar hörmungar. "Auðvitað hafði ég áhyggjur af landi mínu og fór til Japan eftir æfingarnar í Barcelona. Ástandið er verulega slæmt. Svo margir hafa týnt lífinu, orðið heimilislausir og eru án matar og vatns að vetri til. Hafa séð á eftir ástvinum", sagði Kobayashi um stöðu mála í heimalandi sínu. "Það er erfitt að trúa því að ástandið er verra en í nokkurri bíómynd. Við verðum að standa saman og þurfum hjálp alls staðar að úr heiminum. Ég hef áhyggjur af því að landið geti horfið. Þetta er hræðilegt og fréttirnar skána ekki dag frá degi, eftir jarðskjálftann og flóðbylguna sem fylgdi. Það er ekkert jákvætt til að hlakka til." "Mér finnst ég verði að gera eitthvað. Ég vill hjálpa, en það eina sem ég get gert er að einbeita mér að fyrsta mótinu í Melbourne. Upphaflega hlakkaði ég innilega til mótsins. Núna vill ég gera mitt besta til að ná góðum árangri, sem kannski færir fólki í Japan svolitla von og jákvæðar fréttir", sagði Kobayahsi. Formúla Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber Formúu 1 liðinu kveðst vilja ná hagstæðum úrslitum í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu 27. mars, til að færa landsmönnum sínar einhverjar jákvæðar fréttir á erfiðum tímum. Sauber liðið hefur ekið 5.841 km á æfingum í vetur, en í fréttatilkynningu liðsins segir að ský sé fyrir sólu í undirbúningi liðsins vegna ástandsins í Japan. Bílar liðsins verða sérstaklega merktir í fyrsta mótinu til að senda hlýja stuðningskveðju til fólks í Japan, eftir jarðskjálfta og síðan flóðbylgju sem skapaði miklar hörmungar. "Auðvitað hafði ég áhyggjur af landi mínu og fór til Japan eftir æfingarnar í Barcelona. Ástandið er verulega slæmt. Svo margir hafa týnt lífinu, orðið heimilislausir og eru án matar og vatns að vetri til. Hafa séð á eftir ástvinum", sagði Kobayashi um stöðu mála í heimalandi sínu. "Það er erfitt að trúa því að ástandið er verra en í nokkurri bíómynd. Við verðum að standa saman og þurfum hjálp alls staðar að úr heiminum. Ég hef áhyggjur af því að landið geti horfið. Þetta er hræðilegt og fréttirnar skána ekki dag frá degi, eftir jarðskjálftann og flóðbylguna sem fylgdi. Það er ekkert jákvætt til að hlakka til." "Mér finnst ég verði að gera eitthvað. Ég vill hjálpa, en það eina sem ég get gert er að einbeita mér að fyrsta mótinu í Melbourne. Upphaflega hlakkaði ég innilega til mótsins. Núna vill ég gera mitt besta til að ná góðum árangri, sem kannski færir fólki í Japan svolitla von og jákvæðar fréttir", sagði Kobayahsi.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti