Icelandair mun annast miðasölu fyrir ÍSÍ fyrir ÓL í London 15. mars 2011 16:00 Ólafur Rafnsson og Birkir Hólm Guðnason handsala samninginn. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Icelandair hafa samið um að Icelandair taki að sér miðasölu á Íslandi fyrir Ólympíuleikana sem verða haldnir í London 27. júlí til 12. ágúst 2012. Í dag 15. mars, 500 dögum fyrir setningu leikanna, er miðasala að hefjast víða um heim. Miðasalan á Íslandi hefst 3. maí næstkomandi og mun Icelandair kynna söluferlið nánar þegar nær dregur. Í fréttatilkynningu frá ÍSÍ um málið segir: „Við í íslensku íþróttahreyfingunni gerum ráð fyrir að þjóðin verði mjög áhugasöm um leikana á næsta ári. Þeir Íslendingar sem vilja einhverntíman á lífsleiðinni upplifa Ólympíuleika hafa til þess einstakt tækifæri vegna nálægðarinnar við London. Auk þess eru líkur eru á að Íslendingar sendi sinn stærsta keppendahóp frá upphafi á þá, en bæði A-landslið karla í handknattleik og U-23 lið karla í knattspyrnu eiga t.d. möguleika á að tryggja sér þátttökurétt", segir Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í samkomulaginu felst að Icelandair verður söluaðili á Íslandi fyrir aðgangsmiða á einstaka viðburði á Ólympíuleikunum. Í tengslum við miðasöluna mun Icelandair einnig bjóða sérsniðnar pakkaferðir til London og gefa þannig öllum Íslendingum færi á að upplifa og njóta eins og best verður á kosið þessa stærsta íþróttaviðburðar ársins 2012. Þátttaka íslenskra íþróttamanna á leikunum skýrist nánar síðar á þessu ári, og á fyrri hluta ársins 2012 og er gert ráð fyrir að fyrirkomulag sölunnar taki m.a. mið af árangri þeirra. „Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur. Ólympíuleikar draga að sér geysilegan fjölda gesta og að þessu sinni búumst við við miklum áhuga Íslendinga á leikunum m.a. vegna þess að fátítt er að Ólympíuleikar séu haldnir í borg svo nálægt Íslandi og með jafn góðar flugsamgöngur við landið, en Icelandair flýgur tvisvar á dag til London", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fagnar 100 ára afmæli á næsta ári en sambandið var stofnað á sínum tíma til að undirbúa þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikum. Íslenskur keppandi tók þó fyrst þátt í Ólympíuleikum fyrir rúmum 100 árum, en það var á leikunum í London 1908. Erlendar Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Icelandair hafa samið um að Icelandair taki að sér miðasölu á Íslandi fyrir Ólympíuleikana sem verða haldnir í London 27. júlí til 12. ágúst 2012. Í dag 15. mars, 500 dögum fyrir setningu leikanna, er miðasala að hefjast víða um heim. Miðasalan á Íslandi hefst 3. maí næstkomandi og mun Icelandair kynna söluferlið nánar þegar nær dregur. Í fréttatilkynningu frá ÍSÍ um málið segir: „Við í íslensku íþróttahreyfingunni gerum ráð fyrir að þjóðin verði mjög áhugasöm um leikana á næsta ári. Þeir Íslendingar sem vilja einhverntíman á lífsleiðinni upplifa Ólympíuleika hafa til þess einstakt tækifæri vegna nálægðarinnar við London. Auk þess eru líkur eru á að Íslendingar sendi sinn stærsta keppendahóp frá upphafi á þá, en bæði A-landslið karla í handknattleik og U-23 lið karla í knattspyrnu eiga t.d. möguleika á að tryggja sér þátttökurétt", segir Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Í samkomulaginu felst að Icelandair verður söluaðili á Íslandi fyrir aðgangsmiða á einstaka viðburði á Ólympíuleikunum. Í tengslum við miðasöluna mun Icelandair einnig bjóða sérsniðnar pakkaferðir til London og gefa þannig öllum Íslendingum færi á að upplifa og njóta eins og best verður á kosið þessa stærsta íþróttaviðburðar ársins 2012. Þátttaka íslenskra íþróttamanna á leikunum skýrist nánar síðar á þessu ári, og á fyrri hluta ársins 2012 og er gert ráð fyrir að fyrirkomulag sölunnar taki m.a. mið af árangri þeirra. „Þetta er spennandi verkefni fyrir okkur. Ólympíuleikar draga að sér geysilegan fjölda gesta og að þessu sinni búumst við við miklum áhuga Íslendinga á leikunum m.a. vegna þess að fátítt er að Ólympíuleikar séu haldnir í borg svo nálægt Íslandi og með jafn góðar flugsamgöngur við landið, en Icelandair flýgur tvisvar á dag til London", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fagnar 100 ára afmæli á næsta ári en sambandið var stofnað á sínum tíma til að undirbúa þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikum. Íslenskur keppandi tók þó fyrst þátt í Ólympíuleikum fyrir rúmum 100 árum, en það var á leikunum í London 1908.
Erlendar Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Sjá meira