
Matur er mál málanna
Heimurinn er að breytast afar hratt og þau vandamál sem steðja að matvælaframleiðslu á heimsvísu þarf að taka alvarlega. Matur er mál málanna eins og þeir sem fylgjast með heimsfréttum vita. Þar tengjast mörg viðfangsefni eins og fólksfjölgun, orkumál, vatnsbúskapur, land, gróður, búfé, heimsverslun, lífskjör fólks og þjóðfélagsskipulag. Förum yfir nokkur atriði til upprifjunar.
Matvælaframleiðsla þarf að vaxa um 70% á næstu 40 árum
Fólksfjölgun í heiminum er afar hröð. Nú búa tæplega sjö milljarðar manna á jörðinni en það stefnir í að milljarðarnir verði níu árið 2050. Jarðarbúar þurfa sífellt meiri mat en samkvæmt spám Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna þarf að auka matvælaframleiðslu um 70% á næstu 40 árum til að anna eftirspurn. Bættur efnahagur og breyttir neysluhættir gera það að verkum að meiri eftirspurn er eftir búvörum eins og kjöti og mjólk. Til að framleiða þessar vörur þarf mikið vatn og land sem því miður er af skornum skammti. Samfélög í vanþróuðum löndum eru misjafnlega undir þessa þróun búin en víða er ekki næg þekking né tækni fyrir hendi til að stunda matvælaframleiðslu af þeirri stærðargráðu sem nauðsynleg er.
Efnahagslegt umrót
Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á ræktunarmöguleika um allan heim. Þurrkar, flóð, gróðureldar og vatnsskortur veldur því að litlar birgðir eru nú til af mat. Nýjustu fregnir eru frá Kína þar sem útlit er fyrir uppskerubrest ef úrkoma eykst ekki innan tíðar. Þar í landi hafa þegar verið lagðir 110% tollar á útflutt korn. Fleiri ríki grípa til svipaðra úrræða, líkt og Rússland gerði til dæmis síðasta sumar. Afleiðingarnar eru áframhaldandi matarverðshækkanir og efnahagslegt umrót.
Verðhækkanir á mat
Matvælaverðsvísitala FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna hefur hækkað hratt og áhrifin eru þegar víðtæk. Þau eru m.a. talin ein ástæða uppreisnar í Miðausturlöndum. Fólk í fátækum löndum á ekki efni á mat eða sveltur en áætlað er að um þessar mundir búi um milljarður manna við hungur í heiminum. Útreikningar FAO sýna gríðarlegar verðhækkanir á síðasta ári þar sem kjöt hefur hækkað um 18%, korn um tæplega 40%, olíur og fita um tæp 56% og sykur um 19%.
Gerum ekki lítið úr vandanum
Ástandið afhjúpar skýrt hvernig þjóðir bregðast við og grípa til tollverndar til að tryggja eigið fæðuöryggi. Þó við búum vel hér á Íslandi og eigum ekki við matvælaskort að glíma þá er okkur hollt að horfa út fyrir túngarðinn og leggja mat á framtíðina. Við megum heldur ekki gera lítið úr þeim vanda sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir. Bændasamtökin hafa fært fyrir því rök að Ísland sé betur í stakk búið til að framleiða sínar eigin búvörur, standi landið fyrir utan Evrópusambandið. Ástæðan er einfaldlega sú að samtökin telja landbúnaði verulega ógnað verði landbúnaðarstefna ESB fyrir valinu, þá muni m.a. kúabúum fækka hér um helming og kjötframleiðsla dragast verulega saman.
Sáttmáli um fæðuöryggi?
Við setningu Búnaðarþings fyrir þremur árum kynnti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, hugmyndir sínar um sáttmála sem tryggði fæðuöryggi Íslendinga. Í ræðu sinni fjallaði hann um þá þætti sem ógna fæðuöryggi heimsins og benti á að Íslendingar þyrftu fyrr eða síðar að búa sig undir breytta tíma. Sáttmáli um fæðuöryggi tæki mið af hagsmunum þjóðarinnar og gæti orðið grundvöllur að skipulagi matvælaframleiðslu og reglum um nýtingu lands.
Í huga bænda er enginn vafi á því að íslenskur landbúnaður er mikilvægur hlekkur í því að treysta fæðuöryggi hér á landi. Við eigum að leggja metnað í að framleiða eins mikinn mat og hægt er og nýta til þess þær auðlindir og þekkingu sem við búum yfir.
Skoðun

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar