Þjálfarar Tiger Woods rífast eins og smábörn í gegnum fjölmiðla Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. mars 2011 10:30 AP Tiger Woods er að venju helsta fréttaefnið í golfíþróttinni og nú hafa þjálfarar hans tekið við keflinu og rífast þeir nú í fjölmiðlum þar sem deiluefnið er hvor þeirra beri ábyrgð á afleitu gengi bandaríska kylfingsins. Woods náði aðeins að leika 12 holur á fyrsta keppnisdegi heimsmótsins sem fram fer í Miami en stormur setti keppnishaldið úr skorðum þar sem að 17 tré gáfu sig í óveðrinu og tveir sjónvarpsturnar brotnuðu við 18. flötina. Sean Foley, sem nýverið tók við sem þjálfari Tiger Woods, hefur sent Hank Haney fyrrum þjálfara Woods kaldar kveðjur í ýmsum viðtölum að undanförnu. Foley segir að Haney hafi í raun ekki gert neitt af viti á meðan hann var þjálfari Woods en Haney sagði sjálfur upp störfum fyrir 10 mánuðum. Foley sagði m.a. í viðtali að þær áherslur sem Haney hafi lagt upp með í golfsveiflu Woods séu óskiljanlegar. Foley hefur ekki náð að koma Woods á beinu brautina eftir að hann tók við sem þjálfari stórstjörnunnar og hann er kokhraustur þrátt fyrir það. Haney hefur svarað Foley fullum hálsi og telur hann að kylfingar hefðu meira gagn að því að fara í golfkennslu hjá Axel Foley – sem er persónan sem Eddie Murphy lék með eftirminnilegum hætti í kvikmyndunum Beverly Hills Cop. Haney er einnig á þeirri skoðun að Mick Foley, sem er þekktur kraftajötun og glímumaður í Bandaríkjunum gæti kennt mönnum meira í golfi en Sean Foley. Woods hefur ekki náð sér á strik á þessu ári þrátt fyrir yfirlýsingar um að hann ætli sér að komast í fremstu röð á ný. Meðalmennskan hefur einkennt leik hans og í gær var engin breyting þar á. Hann er á -1 eftir 12 holur en hann er með Graeme McDowell frá Norður- Írlandi og Phil Mickelson í ráshóp. McDowell er á sama skori og Woods en Mickelson er á -2. McDowell, Woods og Mickelson eru í 4.-6. sæti heimslistans en þeir sem eru sætunum þar fyrir ofan á þeim lista eru saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Martin Kaymer frá Þýskalandi, sem er efstur á þeim lista og hann er á 5 höggum undir pari líkt og Englendingurinn Luke Donald sem er í þriðja sæti heimslistans. Lee Westwood, sem er öðru sæti heimslistans, er á -4. Hunter Mahan, sem lék með bandaríska Ryderliðinu s.l. haust á Celtic Manor, er í efsta sæti á -7 að loknum 11 holum. Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er að venju helsta fréttaefnið í golfíþróttinni og nú hafa þjálfarar hans tekið við keflinu og rífast þeir nú í fjölmiðlum þar sem deiluefnið er hvor þeirra beri ábyrgð á afleitu gengi bandaríska kylfingsins. Woods náði aðeins að leika 12 holur á fyrsta keppnisdegi heimsmótsins sem fram fer í Miami en stormur setti keppnishaldið úr skorðum þar sem að 17 tré gáfu sig í óveðrinu og tveir sjónvarpsturnar brotnuðu við 18. flötina. Sean Foley, sem nýverið tók við sem þjálfari Tiger Woods, hefur sent Hank Haney fyrrum þjálfara Woods kaldar kveðjur í ýmsum viðtölum að undanförnu. Foley segir að Haney hafi í raun ekki gert neitt af viti á meðan hann var þjálfari Woods en Haney sagði sjálfur upp störfum fyrir 10 mánuðum. Foley sagði m.a. í viðtali að þær áherslur sem Haney hafi lagt upp með í golfsveiflu Woods séu óskiljanlegar. Foley hefur ekki náð að koma Woods á beinu brautina eftir að hann tók við sem þjálfari stórstjörnunnar og hann er kokhraustur þrátt fyrir það. Haney hefur svarað Foley fullum hálsi og telur hann að kylfingar hefðu meira gagn að því að fara í golfkennslu hjá Axel Foley – sem er persónan sem Eddie Murphy lék með eftirminnilegum hætti í kvikmyndunum Beverly Hills Cop. Haney er einnig á þeirri skoðun að Mick Foley, sem er þekktur kraftajötun og glímumaður í Bandaríkjunum gæti kennt mönnum meira í golfi en Sean Foley. Woods hefur ekki náð sér á strik á þessu ári þrátt fyrir yfirlýsingar um að hann ætli sér að komast í fremstu röð á ný. Meðalmennskan hefur einkennt leik hans og í gær var engin breyting þar á. Hann er á -1 eftir 12 holur en hann er með Graeme McDowell frá Norður- Írlandi og Phil Mickelson í ráshóp. McDowell er á sama skori og Woods en Mickelson er á -2. McDowell, Woods og Mickelson eru í 4.-6. sæti heimslistans en þeir sem eru sætunum þar fyrir ofan á þeim lista eru saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Martin Kaymer frá Þýskalandi, sem er efstur á þeim lista og hann er á 5 höggum undir pari líkt og Englendingurinn Luke Donald sem er í þriðja sæti heimslistans. Lee Westwood, sem er öðru sæti heimslistans, er á -4. Hunter Mahan, sem lék með bandaríska Ryderliðinu s.l. haust á Celtic Manor, er í efsta sæti á -7 að loknum 11 holum.
Golf Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira