Carlos Slim ríkastur og Facebook strákarnir í góðum málum 10. mars 2011 08:50 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins.Facebook borgar sig Sex menn sem tengjast samskiptasíðunni Facebook hafa meðal annars komist í þann föngulega hóp, þar á meðal stofnandinn Mark Zuckerberg og fjórir náungar sem höfðu vit á að fjárfesta í fyrirbærinu. Þar á meðal er yngsti maðurinn á listanum, hinn 26 ára gamli Dustin Moskovits. Samanlagður auður milljarðamæringa heimsins í dollurum talið eru litlar 4,5 trilljónir.IKEA borgar sig ekki Ingvar Kamprand, sænski sérvitringurinn sem á og rekur Ikea er hinsvegar sá sem mestu tapaði á milli ára, eða 17 milljörðum dollara. Hann var í ellefta sæti í fyrra en þarf nú að sætta sig við 162 sætið. Hann er þó metinn á 6 milljarða dollara og ætti því að eiga til hnífs og skeiðar, ef hann verslar í Ikea. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Carlos Slim heldur efsta sætinu á listanum yfir ríkustu menn veraldar. Mexíkóski fjarskiptamógúllinn jók auð sinn um rúma 20 milljarða dollara á síðasta ári og á 74 milljarða ef marka má nýjan lista Forbes tímaritsins sem gefinn er út árlega. Stofnandi Microsoft, Bill Gates þarf því að gera sér annað sætið að góðu annað árið í röð en hann þarf að skrimta með 56 milljarða dollara í sínum sjóðum. Milljarðamæringum í dollurum talið fjölgaði um rúmlega 200 frá fyrra ári og segir í Forbes að þeir hafi aldrei verið fleiri eða 1210 talsins.Facebook borgar sig Sex menn sem tengjast samskiptasíðunni Facebook hafa meðal annars komist í þann föngulega hóp, þar á meðal stofnandinn Mark Zuckerberg og fjórir náungar sem höfðu vit á að fjárfesta í fyrirbærinu. Þar á meðal er yngsti maðurinn á listanum, hinn 26 ára gamli Dustin Moskovits. Samanlagður auður milljarðamæringa heimsins í dollurum talið eru litlar 4,5 trilljónir.IKEA borgar sig ekki Ingvar Kamprand, sænski sérvitringurinn sem á og rekur Ikea er hinsvegar sá sem mestu tapaði á milli ára, eða 17 milljörðum dollara. Hann var í ellefta sæti í fyrra en þarf nú að sætta sig við 162 sætið. Hann er þó metinn á 6 milljarða dollara og ætti því að eiga til hnífs og skeiðar, ef hann verslar í Ikea.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira