Ekkert lát á verðhækkunum á kaffibaunum 29. mars 2011 09:18 Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert. Fjallað er um málið á brösen.dk. Þar kemur fram að danskir kaffineytendur hafi orðið verulega fyrir barðinu á þessum hækkunum. Þannig kostaði poki af Merril kaffi um 30 krónur danskar út úr búð í Kaupmannahöfn fyrir ári síðan. Nú stefnir þetta verð hraðbyri í 60 krónur danskar. Útsöluverð á þessum kaffipoka er þegar komið í 43 krónur danskar. Rætt er við Michael Svendsen innkaupastjóra hjá Dansk Supermarked en hann segir að á síðasta ári hafi þeir neyðst til þess að hækka verð á kaffi um allt að 40%. Svendsen reiknar með áframhaldandi verðhækkunum. „Staðan á mörkuðunum er verulega villt,“ segir Svendsen. „Við erum neyddir til þess að velta verðhækkunum út í verðlagið til neytenda. Það verður spennandi að sjá hvar þetta endar. En í augnablikinu verðum við ekki vör við samdrátt í kaffisölunni þrátt fyrir verðhækkanir.“ Börsen nefnir að þær tvær tegundir af kaffibaunum, sem eru ráðandi á markaðinum, Robusta og Arabica hafi báðar hækkað um yfir 80% á liðnu ári. Samkvæmt sérfræðingum er reiknað með að verðið muni hækka um a.m.k. 23% í viðbót á næstunni. Ástæðan fyrir skorti á kaffibaunum er uppskerubrestur víða í heiminum og mikill áhugi spákaupmanna á ýmissi hrávöru. Í ár eykur svo hefðbundin niðursveifla á framboðinu frá Brasilíu á vandann en Brasilíumenn hvíla ákveðinn hluta af kaffibaunaökrum sínum annað hvert ár. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ekkert lát er á verðhækkunum á kaffibaunum á hrávörumörkuðum heimsins. Verðið hefur nær tvöfaldast á liðnu ári og ekki er útlit fyrir annað en að verðið eigi enn eftir að hækka töluvert. Fjallað er um málið á brösen.dk. Þar kemur fram að danskir kaffineytendur hafi orðið verulega fyrir barðinu á þessum hækkunum. Þannig kostaði poki af Merril kaffi um 30 krónur danskar út úr búð í Kaupmannahöfn fyrir ári síðan. Nú stefnir þetta verð hraðbyri í 60 krónur danskar. Útsöluverð á þessum kaffipoka er þegar komið í 43 krónur danskar. Rætt er við Michael Svendsen innkaupastjóra hjá Dansk Supermarked en hann segir að á síðasta ári hafi þeir neyðst til þess að hækka verð á kaffi um allt að 40%. Svendsen reiknar með áframhaldandi verðhækkunum. „Staðan á mörkuðunum er verulega villt,“ segir Svendsen. „Við erum neyddir til þess að velta verðhækkunum út í verðlagið til neytenda. Það verður spennandi að sjá hvar þetta endar. En í augnablikinu verðum við ekki vör við samdrátt í kaffisölunni þrátt fyrir verðhækkanir.“ Börsen nefnir að þær tvær tegundir af kaffibaunum, sem eru ráðandi á markaðinum, Robusta og Arabica hafi báðar hækkað um yfir 80% á liðnu ári. Samkvæmt sérfræðingum er reiknað með að verðið muni hækka um a.m.k. 23% í viðbót á næstunni. Ástæðan fyrir skorti á kaffibaunum er uppskerubrestur víða í heiminum og mikill áhugi spákaupmanna á ýmissi hrávöru. Í ár eykur svo hefðbundin niðursveifla á framboðinu frá Brasilíu á vandann en Brasilíumenn hvíla ákveðinn hluta af kaffibaunaökrum sínum annað hvert ár.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent