Balotelli þarf að fullorðnast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 19:00 Nordic Photos / Getty Images Mario Balotelli hefur fengið þau skilaboð frá forráðamönnum ítalska landsliðsins að hann þurfi að taka út ákveðinn þroska áður en hann getur aftur spilað með landsliðinu. Balotelli er á mála hjá Manchester City í Englandi og var ekki valinn í ítalska landsliðið sem mætti Slóveníu í undankeppni EM 2012 á föstudagskvöldið en liðið leikur vináttulandsleik gegn Úkraínu á morgun. Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, segir að Balotelli hafi brotið agareglur liðsins í tengslum við atvik sem kom upp hjá City. Samkvæmt fréttum enskra miðla mun hann hafa kastað pílum í átt að nokkrum af yngri leikmönnum liðsins. „Balotelli er enn að glíma við ákveðin vandamál og skortir stöðugleika,“ sagði Abete. „Hann þarf að fullorðnast og hann verður að vilja það sjálfur.“ Landsliðsþjálfarinn Cesare Prandelli segir að Balotelli sé sjálfum sér verstur. „Ég óttast að í ákveðnum tilfellum hafi hegðun utan vallar áhrif á spilamennskuna inn á vellinum,“ sagði hann. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist og ég vil ekki blanda mér í þessi mál. Kannski leiddist honum en næst þegar honum leiðist má hann hringja í mig.“ „En allir þurfa að bera ábyrgð á eigin gjörðum og ég vil vera með leikmenn í landsliðinu sem gera það.“ Ítalski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
Mario Balotelli hefur fengið þau skilaboð frá forráðamönnum ítalska landsliðsins að hann þurfi að taka út ákveðinn þroska áður en hann getur aftur spilað með landsliðinu. Balotelli er á mála hjá Manchester City í Englandi og var ekki valinn í ítalska landsliðið sem mætti Slóveníu í undankeppni EM 2012 á föstudagskvöldið en liðið leikur vináttulandsleik gegn Úkraínu á morgun. Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, segir að Balotelli hafi brotið agareglur liðsins í tengslum við atvik sem kom upp hjá City. Samkvæmt fréttum enskra miðla mun hann hafa kastað pílum í átt að nokkrum af yngri leikmönnum liðsins. „Balotelli er enn að glíma við ákveðin vandamál og skortir stöðugleika,“ sagði Abete. „Hann þarf að fullorðnast og hann verður að vilja það sjálfur.“ Landsliðsþjálfarinn Cesare Prandelli segir að Balotelli sé sjálfum sér verstur. „Ég óttast að í ákveðnum tilfellum hafi hegðun utan vallar áhrif á spilamennskuna inn á vellinum,“ sagði hann. „Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist og ég vil ekki blanda mér í þessi mál. Kannski leiddist honum en næst þegar honum leiðist má hann hringja í mig.“ „En allir þurfa að bera ábyrgð á eigin gjörðum og ég vil vera með leikmenn í landsliðinu sem gera það.“
Ítalski boltinn Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira