Fimm Formúlu 1 heimsmeistarar verða á ráslínunni í Ástralíu 21. mars 2011 17:00 Sebastian Vettel, heimsmeistari ökumanna 2010 og Christian Horner, yfirmaður Red Bull liðsins sem varð heimsmeistari í bílasmiða mteð titlanna tvo frá FIA Mynd: Getty Images/FIA Fimm heimsmeistarar ökumanna í Formúlu 1 verða á ráslínunni í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Melbourne í Ástralíu um næstu helgi. Það fer fram á Albert Park götubrautunni í Melbourne. Kapparnir sem geta státað sig að því vera Formúlu 1 meistarar eru Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem varð meistari í fyrra með Red Bull. Hann varð yngsti meistari sögunnar 23 ára gamall og sló met Lewis Hamilton. Þá varð Red Bull lið Vettels meistari bílasmiða í fyrsta skipti. Michael Schumacher hefur orðið sjöfaldur heimsmeistari, og ekur með Mercedes. Schumacher varð meistari 1994 og 1995 með Benetton, og svo með Ferrari 2000 2001, 2002, 2003 og 2004. Þá varð Fernando Alonso tvisvar meistari með Renault, fyrst árið 2005 og svo 2006. McLaren ökumennirnir hafa báðið orðið meistarar. Jenson Button vann titilinn 2009 með Brawn liðinu og Lewis Hamilton árið 2008 með McLaren. Auk þessa Formúlu 1 meistara verður nýliðinn Pastor Maldonado hjá Williams á ráslínunni í fyrsta skipti, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra og annar nýliði, Skotinn Paul di Resta hjá Force India varð meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Tveir aðrir nýliðar keppa um helgina. Sergio Perez frá Mexíkó hjá Sauber og Jéróme D'Ambrosio frá Belgíu ekur með Virgin liðinu. Formúla Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fimm heimsmeistarar ökumanna í Formúlu 1 verða á ráslínunni í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Melbourne í Ástralíu um næstu helgi. Það fer fram á Albert Park götubrautunni í Melbourne. Kapparnir sem geta státað sig að því vera Formúlu 1 meistarar eru Þjóðverjinn Sebastian Vettel, sem varð meistari í fyrra með Red Bull. Hann varð yngsti meistari sögunnar 23 ára gamall og sló met Lewis Hamilton. Þá varð Red Bull lið Vettels meistari bílasmiða í fyrsta skipti. Michael Schumacher hefur orðið sjöfaldur heimsmeistari, og ekur með Mercedes. Schumacher varð meistari 1994 og 1995 með Benetton, og svo með Ferrari 2000 2001, 2002, 2003 og 2004. Þá varð Fernando Alonso tvisvar meistari með Renault, fyrst árið 2005 og svo 2006. McLaren ökumennirnir hafa báðið orðið meistarar. Jenson Button vann titilinn 2009 með Brawn liðinu og Lewis Hamilton árið 2008 með McLaren. Auk þessa Formúlu 1 meistara verður nýliðinn Pastor Maldonado hjá Williams á ráslínunni í fyrsta skipti, en hann varð heimsmeistari í GP2 mótaröðinni í fyrra og annar nýliði, Skotinn Paul di Resta hjá Force India varð meistari í DTM mótaröðinni þýsku í fyrra. Tveir aðrir nýliðar keppa um helgina. Sergio Perez frá Mexíkó hjá Sauber og Jéróme D'Ambrosio frá Belgíu ekur með Virgin liðinu.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira