Vikutilboð í Netto: Geimferð fyrir 10 milljónir 21. mars 2011 12:38 Tilboðabæklingur verslunarkeðjunnar Netto í Danmörku fyrir þessa viku er með nokkuð óvenjulegu sniði. Á milli auglýsinga um að kassinn af dósaöli sé á tæpar 80 danskra kr. og stór flaska af gosdrykkjum á 12 kr. danskar er að finna tilboð um geimferð á rúmlega hálfa milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljónir kr. „Uppfylltu draum þinn um að verða aðstoðarmaður geimflugmanns í ekta geimskipi sem flýgur alveg að mörkunum á gufuhvolfinu," segir í tilboðabæklingi Netto. Helle Stenbak innkaupastjóri Netto segir í samtali við Berlingske Tidende að þetta sé villtasta og dýrasta tilboð sem sett hafi verið inn í þessa vikulegu tilboðabæklinga keðjunnar. Helle segir einnig að margir hafi talið þetta vera snemmbúið aprílgabb en það er ekki málið. Tilboðið er liður í samstarfi Netto við fyrirtækið oplevelsesgaver.dk. Sjálf geimferðin verður á vegum bandaríska fyrirtækisins XCor sem notar Lynx flugvél sem það hefur smíðað til að senda einn farþega, ásamt flugmanni, út að endimörkum gufuhvolfsins. Flugvél þessi getur tekið á loft og lent á venjulegum flugvöllum. Þeir sem kaupa miða í þessar geimferðir fá sérstaka fimm daga þjálfun með í kaupunum þar sem þeim er kennt að ráða við þrýsting upp á 2,5 falt þyngdaraflið ásamt sérstakri læknisskoðun. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tilboðabæklingur verslunarkeðjunnar Netto í Danmörku fyrir þessa viku er með nokkuð óvenjulegu sniði. Á milli auglýsinga um að kassinn af dósaöli sé á tæpar 80 danskra kr. og stór flaska af gosdrykkjum á 12 kr. danskar er að finna tilboð um geimferð á rúmlega hálfa milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljónir kr. „Uppfylltu draum þinn um að verða aðstoðarmaður geimflugmanns í ekta geimskipi sem flýgur alveg að mörkunum á gufuhvolfinu," segir í tilboðabæklingi Netto. Helle Stenbak innkaupastjóri Netto segir í samtali við Berlingske Tidende að þetta sé villtasta og dýrasta tilboð sem sett hafi verið inn í þessa vikulegu tilboðabæklinga keðjunnar. Helle segir einnig að margir hafi talið þetta vera snemmbúið aprílgabb en það er ekki málið. Tilboðið er liður í samstarfi Netto við fyrirtækið oplevelsesgaver.dk. Sjálf geimferðin verður á vegum bandaríska fyrirtækisins XCor sem notar Lynx flugvél sem það hefur smíðað til að senda einn farþega, ásamt flugmanni, út að endimörkum gufuhvolfsins. Flugvél þessi getur tekið á loft og lent á venjulegum flugvöllum. Þeir sem kaupa miða í þessar geimferðir fá sérstaka fimm daga þjálfun með í kaupunum þar sem þeim er kennt að ráða við þrýsting upp á 2,5 falt þyngdaraflið ásamt sérstakri læknisskoðun.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira