Atli og Lilja: Styðja ríkisstjórnina ekki skilyrðislaust 21. mars 2011 12:01 Af blaðamannafundinum Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Atli segist vonast til að úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur úr Vinstri grænum stuðli að því að vinnubrögð og umræða á Alþingi fari úr því að vera vanþroskuð og yfir í að vera sæmilega þroskuð. „Við eigum það skilið," segir hann og vísar til þjóðarinnar. Atli og Lilja skýrðu úrsögn sína á blaðamannafundi sem enn stendur yfir. Lilja rifjaði upp að þau Atli hefðu verið á öðrum meiði en meirihluti ríkisstjórnarinnar þegar kom að Icesave-frumvarpinu og afgreiðslu fjárlaga. „Við Atli ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar," sagði Lilja. Hún benti á að helsta átakamálið í vinnu þeirra með ríkisstjórninni sneri að efnahagsmálum og samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lilja segir að í kjölfarið af vinnu við síðustu fjárlög hafi verið þrýst á þau Atla, af forystu þingflokksins og af forsætisráðherra, að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við ríkisstjórnina. Þau töldu sig ekki geta gefið slíka yfirlýsingu þá og ákváðu að bíða þar til málefnalegur ágreiningur yrði leiddur til lykta. Ekki náðist hins vegar lending í þessum ágreiningi og því ákváðu þau að segja sig úr flokknum. „Við treystum okkur ekki til að styðja skilyrðislaust við ríkisstjórnina," sagði Lilja. Henni finnst efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ekki miða að því að styðja við heimilin í landinu og við byggðirnar, heldur sé hún fyrst og fremst til þess gerð að verja fjármagnseigendur og fjármagnskerfið. Lilja metur sem svo að stefnan hafi verið mótuð í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stefnunni hafi síðan verið fylgt gagnrýnislaust með nýrri stjórn og nýjum meirihluta, og velferðarþjónustunni varpað fyrir róða. Þannig segir Lilja að forysta Vinstri grænna sé nú orðinn málsvari Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Upptaka af blaðamannafundinum verður aðgengileg hér á Vísi von bráðar. Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Vinstri græn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga. Atli segist vonast til að úrsögn þeirra Lilju Mósesdóttur úr Vinstri grænum stuðli að því að vinnubrögð og umræða á Alþingi fari úr því að vera vanþroskuð og yfir í að vera sæmilega þroskuð. „Við eigum það skilið," segir hann og vísar til þjóðarinnar. Atli og Lilja skýrðu úrsögn sína á blaðamannafundi sem enn stendur yfir. Lilja rifjaði upp að þau Atli hefðu verið á öðrum meiði en meirihluti ríkisstjórnarinnar þegar kom að Icesave-frumvarpinu og afgreiðslu fjárlaga. „Við Atli ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar," sagði Lilja. Hún benti á að helsta átakamálið í vinnu þeirra með ríkisstjórninni sneri að efnahagsmálum og samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Lilja segir að í kjölfarið af vinnu við síðustu fjárlög hafi verið þrýst á þau Atla, af forystu þingflokksins og af forsætisráðherra, að lýsa yfir skilyrðislausum stuðningi við ríkisstjórnina. Þau töldu sig ekki geta gefið slíka yfirlýsingu þá og ákváðu að bíða þar til málefnalegur ágreiningur yrði leiddur til lykta. Ekki náðist hins vegar lending í þessum ágreiningi og því ákváðu þau að segja sig úr flokknum. „Við treystum okkur ekki til að styðja skilyrðislaust við ríkisstjórnina," sagði Lilja. Henni finnst efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar ekki miða að því að styðja við heimilin í landinu og við byggðirnar, heldur sé hún fyrst og fremst til þess gerð að verja fjármagnseigendur og fjármagnskerfið. Lilja metur sem svo að stefnan hafi verið mótuð í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Stefnunni hafi síðan verið fylgt gagnrýnislaust með nýrri stjórn og nýjum meirihluta, og velferðarþjónustunni varpað fyrir róða. Þannig segir Lilja að forysta Vinstri grænna sé nú orðinn málsvari Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi. Upptaka af blaðamannafundinum verður aðgengileg hér á Vísi von bráðar.
Alþingi Rannsóknarskýrsla Alþingis Vinstri græn Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira