Logi: Viljum fylla húsið af FH-ingum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2011 13:30 Logi Geirsson fagnar sigri í leik gegn Haukum í haust. Logi Geirsson, leikmaður FH, segir að það ríki mikil og góð stemning í Hafnarfirði fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Logi á við meiðsli að stríða og spilar því ekki í kvöld. Hann hefur því einbeitt kröftum sínum í að skapa leiknum í kvöld öfluga umgjörð. Kaplakriki tekur þrjú þúsund áhorfendur og segir Logi að stefnt sé að því að fá FH-inga til að fylla húsið. „Við ætlum að sjá hvort að það séu ekki nógu mikið af FH-ingum í Hafnarfirði til að fylla báðar stúkurnar í húsinu,“ sagði Logi í samtali við Vísi. „Það er heilmikil dagskrá í kringum leikinn og ætlum við að mæta snemma. Ef Haukarnir koma of seint verður einfaldlega ekki pláss fyrir þá,“ sagði hann sposkur. „FH er komið í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan 2003 og það er allt að verða vitlaust í bænum. Það sýður á mönnum. Ég vona að FH-ingum takist að fylla Kaplakrika í fyrsta sinn. Það verður gaman að sjá hvort að það takist.“ FH varð í fimmta sæti deildarinnar í fyrra og rétt missti því af sæti í úrslitakeppninni. FH-ingar unnu sinn leik í lokaumferðinni en þar sem að Akureyri vann Hauka á sama tíma skutust þeir upp fyrir FH og komust þannig í úrslitakeppnina. „Þetta gleymist seint, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi en FH-ingar standa nú vel að vígi í deildinni. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar en Haukar eiga í mikilli baráttu við HK um fjórða sætið og það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. „Við ætlum að vinna þennan leik í dag enda stefnum við að því að vinna alla leiki sem eftir eru,“ sagði Logi. „Það vita allir hvert FH er að stefna núna og hver okkar markmið eru.“ Það hefur einnig verið mikil togstreita á milli liðanna í aðdraganda leiksins en í síðustu viku var fáni FH tekinn niður á Kaplakrika. „Við erum ekki að kenna Haukum um það en það eru ýmsar getgátur á lofti. Kannski er verið að svara fyrir sig,“ sagði Logi og vísaði til þess þegar að merki Hauka á íþróttahúsinu á Ásvöllum brotnaði í fyrra eftir að leikmaður FH sló í það. „Það hefur verið mikill hiti í liðunum og stuðningsmönnum þeirra og ég lofa rosalegri stemningu á vellinum í kvöld.“ Olís-deild karla Mest lesið Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Logi Geirsson, leikmaður FH, segir að það ríki mikil og góð stemning í Hafnarfirði fyrir leik FH og Hauka í Kaplakrika í kvöld. Logi á við meiðsli að stríða og spilar því ekki í kvöld. Hann hefur því einbeitt kröftum sínum í að skapa leiknum í kvöld öfluga umgjörð. Kaplakriki tekur þrjú þúsund áhorfendur og segir Logi að stefnt sé að því að fá FH-inga til að fylla húsið. „Við ætlum að sjá hvort að það séu ekki nógu mikið af FH-ingum í Hafnarfirði til að fylla báðar stúkurnar í húsinu,“ sagði Logi í samtali við Vísi. „Það er heilmikil dagskrá í kringum leikinn og ætlum við að mæta snemma. Ef Haukarnir koma of seint verður einfaldlega ekki pláss fyrir þá,“ sagði hann sposkur. „FH er komið í úrslitakeppni í fyrsta sinn síðan 2003 og það er allt að verða vitlaust í bænum. Það sýður á mönnum. Ég vona að FH-ingum takist að fylla Kaplakrika í fyrsta sinn. Það verður gaman að sjá hvort að það takist.“ FH varð í fimmta sæti deildarinnar í fyrra og rétt missti því af sæti í úrslitakeppninni. FH-ingar unnu sinn leik í lokaumferðinni en þar sem að Akureyri vann Hauka á sama tíma skutust þeir upp fyrir FH og komust þannig í úrslitakeppnina. „Þetta gleymist seint, það er alveg á hreinu,“ sagði Logi en FH-ingar standa nú vel að vígi í deildinni. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar en Haukar eiga í mikilli baráttu við HK um fjórða sætið og það síðasta sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Haukar þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. „Við ætlum að vinna þennan leik í dag enda stefnum við að því að vinna alla leiki sem eftir eru,“ sagði Logi. „Það vita allir hvert FH er að stefna núna og hver okkar markmið eru.“ Það hefur einnig verið mikil togstreita á milli liðanna í aðdraganda leiksins en í síðustu viku var fáni FH tekinn niður á Kaplakrika. „Við erum ekki að kenna Haukum um það en það eru ýmsar getgátur á lofti. Kannski er verið að svara fyrir sig,“ sagði Logi og vísaði til þess þegar að merki Hauka á íþróttahúsinu á Ásvöllum brotnaði í fyrra eftir að leikmaður FH sló í það. „Það hefur verið mikill hiti í liðunum og stuðningsmönnum þeirra og ég lofa rosalegri stemningu á vellinum í kvöld.“
Olís-deild karla Mest lesið Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti