Vettel: Keppnin verður löng og ströng 9. apríl 2011 13:50 Fremstu menn á ráslínu á morgun. Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 í sautjánda skipti á ferlinum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum fyrir kappaksturinn í Malasíu, sem verður í fyrramálið. Hann er efstur að stigum í stigamóti ökumanna eftir sigur í fyrsta móti ársins í Ástralíu. „Vettel hrósaði liðsmönnum sínum og þeim sem sjá um KERS kerfið í bílnum, sem hann nýtti ekki í fyrsta kapppakstrinum vegna vandamála á æfingum með það. En KERS kerfið virkaði vel í bílum Vettels og Mark Webber í dag, en það skilar 80 auka hestöflum í 6.67 sekúndur í hverjum hring, þegar ýtt er á takka í stýrinu. Vettel taldi að án KERS hefðu hvorki hann né Mark Webber náð því að vera meðal þeirra fremstu á ráslínu, en Webber er þriðji, en Lewis Hamilton á undan. „Keppnin verður löng og ströng. Ég var ánægður með bílinn um helgina, en náði aldrei takti við hann, en hafði trú og allt gekk án vandamála í tímatökunni. Ég er mjög ánægður með útkomuna og bestu þakkir til liðsmanna minna", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna og staða hans á ráslínu er vænleg. Hann er í sautjánda skipti fremstur á ráslínu. „Það er mjög mikilvægt að vera á hreinni hluta brautarinnar, sérstaklega af því það er búið að víxla rásstöðum, en sjáum hvað gerist. Það á margt eftir að koma í ljós. Þegar maður vaknar á morgun, þá er dagurinn í dag liðinn tíð og nýir möguleikar í boði." „Augljóslega þegar maður ræsir fremstur að stað er ekki hægt að bæta stöðuna, en það þarf að klára verkið. Ég er hissa á að það hefur ekkert rignt, en það eru líkur á rigningu, þannig að það er ekki hægt að bóka neitt fyrirfram", sagði Vettel Veðrið gæti spilað inn í myndina í kappakstrinum og hvernig keppnisáætlun manna varðandi dekkjamál verður, en ökumenn verða að nota bæði mjúk og hörð dekk ef þurrt er. Mótið í Malasíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 7.30 í fyrramálið í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 í sautjánda skipti á ferlinum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum fyrir kappaksturinn í Malasíu, sem verður í fyrramálið. Hann er efstur að stigum í stigamóti ökumanna eftir sigur í fyrsta móti ársins í Ástralíu. „Vettel hrósaði liðsmönnum sínum og þeim sem sjá um KERS kerfið í bílnum, sem hann nýtti ekki í fyrsta kapppakstrinum vegna vandamála á æfingum með það. En KERS kerfið virkaði vel í bílum Vettels og Mark Webber í dag, en það skilar 80 auka hestöflum í 6.67 sekúndur í hverjum hring, þegar ýtt er á takka í stýrinu. Vettel taldi að án KERS hefðu hvorki hann né Mark Webber náð því að vera meðal þeirra fremstu á ráslínu, en Webber er þriðji, en Lewis Hamilton á undan. „Keppnin verður löng og ströng. Ég var ánægður með bílinn um helgina, en náði aldrei takti við hann, en hafði trú og allt gekk án vandamála í tímatökunni. Ég er mjög ánægður með útkomuna og bestu þakkir til liðsmanna minna", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna og staða hans á ráslínu er vænleg. Hann er í sautjánda skipti fremstur á ráslínu. „Það er mjög mikilvægt að vera á hreinni hluta brautarinnar, sérstaklega af því það er búið að víxla rásstöðum, en sjáum hvað gerist. Það á margt eftir að koma í ljós. Þegar maður vaknar á morgun, þá er dagurinn í dag liðinn tíð og nýir möguleikar í boði." „Augljóslega þegar maður ræsir fremstur að stað er ekki hægt að bæta stöðuna, en það þarf að klára verkið. Ég er hissa á að það hefur ekkert rignt, en það eru líkur á rigningu, þannig að það er ekki hægt að bóka neitt fyrirfram", sagði Vettel Veðrið gæti spilað inn í myndina í kappakstrinum og hvernig keppnisáætlun manna varðandi dekkjamál verður, en ökumenn verða að nota bæði mjúk og hörð dekk ef þurrt er. Mótið í Malasíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 7.30 í fyrramálið í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira