Stórleikkonan Tilda Swinton er stödd hér á landi samkvæmt heimildum Vísis. Meðal annars sást til hennar í miðborg Reykjavíkur sem og í Hagkaup í Skeifunni.
Hún er ekki eini frægi leikarinn hér á landi því óskarsverðlaunaleikarinn Jeremy Irons er einnig staddur á landinu. DV greindi frá því að hann væri á leiðinni til Ísafjarðar.
Ekki er ljóst hvort leikararnir séu saman hér á landi.
Tilda Swinton hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum svo sem Chronicles of Narnia, Michael Clayton, þar sem hún lék á móti Georg Clooney og Burn after reading sem skartaði einnig Clooney í aðalhlutverki.
Stórleikarar á Íslandi - Tilda Swinton í Hagkaup

Tengdar fréttir

Stórleikari gistir á Ísafirði
Breski leikarinn og Óskarverðlaunahafinn Jeremy Irons er staddur á Íslandi og er væntanlegur til Ísafjarðar í dag samkvæmt fréttavef DV.