Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. apríl 2011 15:45 Phil Mickelson lék frábærlega í gær. Nordic Photos/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. Lokahringurinn í mótinu verður leikinn í dag. Mickelson lék við hvern sinn fingur í gær því hann fékk níu fugla og tapaði ekki höggi. Hann hefur ekki verið að leika vel í ár en virðist nú sýna jákvæða framför fyrir Masters mótið, fyrsta risamót ársins í golfinu, sem hefst á fimmtudag. „Ég vissi að ég væri nálægt mínu besta en hef ekki náð góðu skori að undanförnu. Það skiptir mig miklu máli að ná góðum hring. Ég á möguleika á sigri og það er gott fyrir mig að vera í þessari stöðu fyrir Masters mótið í næstu viku,“ sagði Mickelson. Masters mótið fer fram á hinum sögufræga Augusta National golfvelli í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Keppt er um að klæðast græna jakkanum í mótslok, einhver eftirsóttust verðlaun golfsins. Masters mótið verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport frá fimmtudegi til sunnudags. Hér má sjá stöðuna í Houston Open mótinu Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. Lokahringurinn í mótinu verður leikinn í dag. Mickelson lék við hvern sinn fingur í gær því hann fékk níu fugla og tapaði ekki höggi. Hann hefur ekki verið að leika vel í ár en virðist nú sýna jákvæða framför fyrir Masters mótið, fyrsta risamót ársins í golfinu, sem hefst á fimmtudag. „Ég vissi að ég væri nálægt mínu besta en hef ekki náð góðu skori að undanförnu. Það skiptir mig miklu máli að ná góðum hring. Ég á möguleika á sigri og það er gott fyrir mig að vera í þessari stöðu fyrir Masters mótið í næstu viku,“ sagði Mickelson. Masters mótið fer fram á hinum sögufræga Augusta National golfvelli í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Keppt er um að klæðast græna jakkanum í mótslok, einhver eftirsóttust verðlaun golfsins. Masters mótið verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport frá fimmtudegi til sunnudags. Hér má sjá stöðuna í Houston Open mótinu
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira