Umfjöllun: Valur í úrslit eftir öruggan sigur gegn Fylki Stefán Árni Pálsson skrifar 2. apríl 2011 17:21 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir á milli þeirra Sunnu Maríu Einarsdóttur, til vinstri, og Sunnu Jónsdóttur, til hægri. Valur komst í dag í úrslitaeinvígið eftir sigur á Fylki, 28-20, og unnu því einvígið 2-0. Þetta er annað árið í röð þar sem Valur og Fram mættast í úrslitaeinvíginu en á síðustu leiktíð þurfti fimm leiki til að krýna Íslandsmeistarana. Íslandsmeistarar Vals voru í vænlegri stöðu fyrir leikinn en með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Valsstúlkur sigruðu fyrri leikinn, 31-19, í Vodafone-höllinni og leiða því einvígið 1-0, því var á brattann að sækja fyrir Fylkisstúlkur í dag. Jafnræði var með liðunum til að byrja með, en staðan var 3-3 eftir um fimm mínútna leik. Fylkisstelpur komu virkilega ákveðnar til leiks og héldu í við Val í byrjun, en Valsstúlkur komu einnig ákveðnar til leiks. Það sást greinilega á varnarleik Val að þær ætluðu sér að klára einvígið í dag og koma sér í úrslit. Valsstelpur stilltu upp í virkilega framliggjandi vörn sem Fylkir átti erfitt með að brjóta á bak aftur. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9-4 fyrir gestina í Val. Íris Ásta Pétursdóttir, var drjúg fyrir Val í byrjun og var að leika vel. Gestirnir héldu áfram að auka við forskot sitt en munurinn var mestur 7 mörk á liðunum, 15-8, í fyrri hálfleik. Fylkir náði örlítið að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 16-10 eftir 30 mínútna leik og útlit fyrir að Fylkisstelpur væri á leið í sumarfrí. Fylkisstelpur hófu síðari hálflekinn af miklum krafti og voru alls ekki búnar að segja sitt síðasta. Heimastúlkur minnkuðu fljótlega muninn í 19-15, en það fór fyrir þeim Sunna María Einarsdóttir sem lék vel á þeim kafla. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, meiddist lítillega í byrjun síðari hálfleiks og þurfti að fara útaf í nokkrar mínútur, en það hafði gríðarleg áhrif á varnarleik gestanna og Fylkir færði sér það í nyt. Valur náði aftur á móti alltaf að halda Fylkisstelpum fjórum mörkum frá sér en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru heimastúlkur að gefa eftir. Fylkir misnotaði þrjú vítaköst í röð í síðari hálfleik sem reyndist gríðarlega dýrkeypt fyrir þær appelsínugulu. Valsstelpur kláruðu leikinn sannfærandi á lokasprettinum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Leiknum lauk með átta marka sigri Vals, 28-20 og þær eru því komnar í úrslitaeinvígið gegn Fram. Annett Köbli, leikmaður Vals, var atkvæða mest fyrir gestina en hún skoraði sjö mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fylkis, átti nokkuð góðan leik en hún varði 12 bolta. Fylkir - Valur 20-28 (10-16)Mörk Fylkis : Sunna María Einarsdóttir 5, Sunna Jóhannsdóttir 5, Nataly Sæunn Valencia 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2 Indíana Jóhannsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1 og Anna María Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12Mörk Vals : Anett Köbli 7, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Camilla Transel 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 1 og Kristín Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 7, Sunneva Einarsdóttir 5 Olís-deild kvenna Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira
Valur komst í dag í úrslitaeinvígið eftir sigur á Fylki, 28-20, og unnu því einvígið 2-0. Þetta er annað árið í röð þar sem Valur og Fram mættast í úrslitaeinvíginu en á síðustu leiktíð þurfti fimm leiki til að krýna Íslandsmeistarana. Íslandsmeistarar Vals voru í vænlegri stöðu fyrir leikinn en með sigri gátu þær tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Valsstúlkur sigruðu fyrri leikinn, 31-19, í Vodafone-höllinni og leiða því einvígið 1-0, því var á brattann að sækja fyrir Fylkisstúlkur í dag. Jafnræði var með liðunum til að byrja með, en staðan var 3-3 eftir um fimm mínútna leik. Fylkisstelpur komu virkilega ákveðnar til leiks og héldu í við Val í byrjun, en Valsstúlkur komu einnig ákveðnar til leiks. Það sást greinilega á varnarleik Val að þær ætluðu sér að klára einvígið í dag og koma sér í úrslit. Valsstelpur stilltu upp í virkilega framliggjandi vörn sem Fylkir átti erfitt með að brjóta á bak aftur. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9-4 fyrir gestina í Val. Íris Ásta Pétursdóttir, var drjúg fyrir Val í byrjun og var að leika vel. Gestirnir héldu áfram að auka við forskot sitt en munurinn var mestur 7 mörk á liðunum, 15-8, í fyrri hálfleik. Fylkir náði örlítið að rétta úr kútnum fyrir hálfleik en staðan var 16-10 eftir 30 mínútna leik og útlit fyrir að Fylkisstelpur væri á leið í sumarfrí. Fylkisstelpur hófu síðari hálflekinn af miklum krafti og voru alls ekki búnar að segja sitt síðasta. Heimastúlkur minnkuðu fljótlega muninn í 19-15, en það fór fyrir þeim Sunna María Einarsdóttir sem lék vel á þeim kafla. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, meiddist lítillega í byrjun síðari hálfleiks og þurfti að fara útaf í nokkrar mínútur, en það hafði gríðarleg áhrif á varnarleik gestanna og Fylkir færði sér það í nyt. Valur náði aftur á móti alltaf að halda Fylkisstelpum fjórum mörkum frá sér en þegar líða tók á síðari hálfleikinn fóru heimastúlkur að gefa eftir. Fylkir misnotaði þrjú vítaköst í röð í síðari hálfleik sem reyndist gríðarlega dýrkeypt fyrir þær appelsínugulu. Valsstelpur kláruðu leikinn sannfærandi á lokasprettinum og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu. Leiknum lauk með átta marka sigri Vals, 28-20 og þær eru því komnar í úrslitaeinvígið gegn Fram. Annett Köbli, leikmaður Vals, var atkvæða mest fyrir gestina en hún skoraði sjö mörk. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður Fylkis, átti nokkuð góðan leik en hún varði 12 bolta. Fylkir - Valur 20-28 (10-16)Mörk Fylkis : Sunna María Einarsdóttir 5, Sunna Jóhannsdóttir 5, Nataly Sæunn Valencia 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Tinna Soffía Traustadóttir 2 Indíana Jóhannsdóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1 og Anna María Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 12Mörk Vals : Anett Köbli 7, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Íris Ásta Pétursdóttir 6, Camilla Transel 4, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3, Rebekka Rut Skúladóttir 1 og Kristín Guðmundsdóttir 1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 7, Sunneva Einarsdóttir 5
Olís-deild kvenna Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Sjá meira