Hamilton gerir ráð fyrir góðum árangri í Malasíu 1. apríl 2011 14:36 Lewis Hamilton fagnar öðru sætinu í Melbourne í Ástralíu um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Clive Mason Lewis Hamilton hjá McLaren Formúlu 1 liðinu varð í öðru sæti í fyrsta móti ársins í Ástralíu um síðustu helgi og gerir ráð fyrir góðum árangri á Sepang brautinn í Malasíu um aðra helgi. „Sepang er braut sem ég elska. Hún er löng, hröð og opinn. Með krefjandi háhraðabeygjum, þar sem hægt er að ná góðum tíma, ef maður nær öllu út úr bílnum sem hann býður upp á", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren í dag. „Eftir mótið í Melbourne (í Ástralíu), þá held ég að við getum náð góðum árangri í Malasíu. Albert Park brautin er frábær braut, en braut eins og Sepang mun sýna mismuninn á bílum betur." „Ég hlakka til að nota KERS kerfið og DRS (stillanlegan afturvæng). Það er magnað að upplifa hvernig bíllinn lætur af stjórn í beygjum á Sepang og ég held að bíllinn verði stórkostlegur, sérstaklega í tímatökum." Bíll Hamiltons skemmdist í síðustu keppni og plata var laus undir bílnum hluta keppninnar, en engu að síður tókst Hamilton að ljúka keppni í öðru sæti. „Liðið hefur skoðað hvað gerðist með neðsta hlutann í Melbourne og tjónið virtist nokkuð mikið í lok mótsins. Það var gott að að bíllinn þoldi álagið og ég fer mýkri höndum um bílinn í Malasíu í næstu viku", sagði Hamilton. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren Formúlu 1 liðinu varð í öðru sæti í fyrsta móti ársins í Ástralíu um síðustu helgi og gerir ráð fyrir góðum árangri á Sepang brautinn í Malasíu um aðra helgi. „Sepang er braut sem ég elska. Hún er löng, hröð og opinn. Með krefjandi háhraðabeygjum, þar sem hægt er að ná góðum tíma, ef maður nær öllu út úr bílnum sem hann býður upp á", sagði Hamilton í fréttatilkynningu frá McLaren í dag. „Eftir mótið í Melbourne (í Ástralíu), þá held ég að við getum náð góðum árangri í Malasíu. Albert Park brautin er frábær braut, en braut eins og Sepang mun sýna mismuninn á bílum betur." „Ég hlakka til að nota KERS kerfið og DRS (stillanlegan afturvæng). Það er magnað að upplifa hvernig bíllinn lætur af stjórn í beygjum á Sepang og ég held að bíllinn verði stórkostlegur, sérstaklega í tímatökum." Bíll Hamiltons skemmdist í síðustu keppni og plata var laus undir bílnum hluta keppninnar, en engu að síður tókst Hamilton að ljúka keppni í öðru sæti. „Liðið hefur skoðað hvað gerðist með neðsta hlutann í Melbourne og tjónið virtist nokkuð mikið í lok mótsins. Það var gott að að bíllinn þoldi álagið og ég fer mýkri höndum um bílinn í Malasíu í næstu viku", sagði Hamilton.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira