Mercedes Formúlu 1 liðið jákvætt og í baráttuhug þrátt fyrir erfiða byrjun 1. apríl 2011 13:58 Michael Schumacher og Nico Rosberg á mótsstað í Ástralíu um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Robert Cianflone Nico Rosberg hjá Mercedes liðinu náði þriðja sæti í Formúlu 1 mótinu í Malasíu í fyrra og mætir þangað á nýjan leik, ásamt liðsfélaganum Michael Schumacher um aðra helgi. Mercedes liðinu gekk ekki vel í fyrsta móti ársins. Báðir ökumenn féllu úr leik eftir árekstur. Sepang brautin sem keppt er á í Malasíu, er uppáhaldbraut Rosbergs og Schumacher lítur á hana sem einn af heimavöllum Mercedes. „Sepang brautin er uppáhaldsbrautin mín á mótaskránni í Formúlu 1. Hún er hröð og erfið viðureignar, skemmtilega löguð og með blandaða útgáfu af beygjum, sem gerir hana spennandi að fást við. Ég hef góða tilfinningu fyrir því að mæta til leiks á ný og vonast til að ná góðum árangri á heimabraut styrktaraðila okkar", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes í dag, en olíufyrirtækið Petronas er frá Malasíu og styrkir Mercedes liðið. Bæði Rosberg og Schumacher féllu úr leik í fyrsta móti ársins í Ástralíu, en Rubens Barrichello hjá Williams ók á Rosberg og bíll hans bilaði. Schumacher hafði áður fallið úr leik í mótinu eftir að ekið var aftan á bíl hans. Afturdekk sprakk og bíll Schumacher skemmdist líka. „Mótið í Ástralíu var erfitt, en við höfum trú á bílnum í Malasíu. Ég hef trú á því að við getum komið á óvart. Við vitum að bíllinn er fljótur, ef tekið er mið af æfingum í Barcelona (á Katalóníu brautinni í vetur) og við þurfum að sanna hvað býr í bílnum", sagði Rosberg. Schumacher segist líta á mótið í Malasíu sem einn af heimavöllum Mercedes og liðið njóti stuðnings heimamanna vegna tengslanna við Petronas. „Brautin er frábær og gefur ýmsa möguleika hvað aksturslínur varðar í sumum beygjum. Slíkt er varla til staðar á öðrum brautum. Ég hef alltaf kunnað vel við að aka þarna og hlakka til þess á ný", sagði Schumacher. „Við viljum gera betur en í fyrsta móti ársins, sem var vonbrigði fyrir okkar alla. Við þurfum að mæta erfiðleikunum og það er of snemmt að afskrifa okkur. Það eru allir jákvæðir og í baráttuhug. Ég býst við betri mótshelgi næst, sem má fylgja efir", sagði Schumacher. Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg hjá Mercedes liðinu náði þriðja sæti í Formúlu 1 mótinu í Malasíu í fyrra og mætir þangað á nýjan leik, ásamt liðsfélaganum Michael Schumacher um aðra helgi. Mercedes liðinu gekk ekki vel í fyrsta móti ársins. Báðir ökumenn féllu úr leik eftir árekstur. Sepang brautin sem keppt er á í Malasíu, er uppáhaldbraut Rosbergs og Schumacher lítur á hana sem einn af heimavöllum Mercedes. „Sepang brautin er uppáhaldsbrautin mín á mótaskránni í Formúlu 1. Hún er hröð og erfið viðureignar, skemmtilega löguð og með blandaða útgáfu af beygjum, sem gerir hana spennandi að fást við. Ég hef góða tilfinningu fyrir því að mæta til leiks á ný og vonast til að ná góðum árangri á heimabraut styrktaraðila okkar", sagði Rosberg í fréttatilkynningu frá Mercedes í dag, en olíufyrirtækið Petronas er frá Malasíu og styrkir Mercedes liðið. Bæði Rosberg og Schumacher féllu úr leik í fyrsta móti ársins í Ástralíu, en Rubens Barrichello hjá Williams ók á Rosberg og bíll hans bilaði. Schumacher hafði áður fallið úr leik í mótinu eftir að ekið var aftan á bíl hans. Afturdekk sprakk og bíll Schumacher skemmdist líka. „Mótið í Ástralíu var erfitt, en við höfum trú á bílnum í Malasíu. Ég hef trú á því að við getum komið á óvart. Við vitum að bíllinn er fljótur, ef tekið er mið af æfingum í Barcelona (á Katalóníu brautinni í vetur) og við þurfum að sanna hvað býr í bílnum", sagði Rosberg. Schumacher segist líta á mótið í Malasíu sem einn af heimavöllum Mercedes og liðið njóti stuðnings heimamanna vegna tengslanna við Petronas. „Brautin er frábær og gefur ýmsa möguleika hvað aksturslínur varðar í sumum beygjum. Slíkt er varla til staðar á öðrum brautum. Ég hef alltaf kunnað vel við að aka þarna og hlakka til þess á ný", sagði Schumacher. „Við viljum gera betur en í fyrsta móti ársins, sem var vonbrigði fyrir okkar alla. Við þurfum að mæta erfiðleikunum og það er of snemmt að afskrifa okkur. Það eru allir jákvæðir og í baráttuhug. Ég býst við betri mótshelgi næst, sem má fylgja efir", sagði Schumacher.
Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira