Handbolti

Ágúst farinn með stelpurnar til Tyrklands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hrafnhildur Skúladóttir er eini Íslandsmeistarinn í hópnum.
Hrafnhildur Skúladóttir er eini Íslandsmeistarinn í hópnum. Mynd/Ole Nielsen
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, stýrir landsliðinu í fyrsta sinn um páskana en hann er nýtekinn við liðinu af Júlíusi Jónassyni. Stelpurnar eru í æfingabúðum í Tyrklandi og munu spila þrjá leiki við Pólland og Tyrkland í ferðinni.

Íslenska liðið spilar við Pólland á morgun, mætir Tyrklandi á skírdag og spilar síðan aftur við pólska liðið á föstudaginn langa.

Ágúst er að undirbúa íslenska liðið fyrir umspilsleiki við Úkraínu sem fara fram 5. júní á Íslandi og 12. eða 13. júní í Úkraínu. Í boði þeim leikjum er sæti á HM í Brasilíu sem fram fer í lok ársins.

Ágúst er líka þjálfari Levanger í Noregi en aðstoðarmaður hans verður Einar Jónsson þjálfari kvennaliðs Fram.

Það vekur athygli að Íslandsmeistarar Vals eiga aðeins einn leikmann í hópnum en Framliðið, sem tapaði 3-0 í úrslitaeinvíginu, á aftur á móti sex leikmenn í liðinu sem er í Tyrklandi. Þetta kom fram á heimasíðu HSÍ.

Íslenski landsliðshópurinn sem fór til Tyrklands:Markverðir:

Guðrún Ósk Maríasdóttir, Fylkir

Íris Björk Símonardóttir, Fram

Aðrir leikmenn:

Arna Sif Pálsdóttir, Team Esbjerg

Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram

Brynja Magnúsdóttir, HK

Elísabet Gunnarsdóttir, Stjarnan

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Stjarnan

Harpa Sif Eyjólfsdóttir, Spårvagen

Hildur Þorgeirsdóttir, Fram

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, Valur

Karen Knútsdóttir, Fram

Marthe Sördal, Fram

Rakel Dögg Bragadóttir, Levanger

Rut Jónsdóttir, Team Tvis Holstebro

Stella Sigurðardóttir, Fram

Þórey Rósa Stefánsdóttir, VFL Oldenburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×