Handbolti

Ólafur: Fagnað í kvöld

Kristinn Páll Teitsson í Kaplakrika skrifar
Ólafur og Sigurgeir Árni fagna í kvöld. Mynd/Anton
Ólafur og Sigurgeir Árni fagna í kvöld. Mynd/Anton
„Skipulagið var að vinna leikinn, við unnum leikinn og gott betur en það," sagði Ólafur Andrés Guðmundsson, leikmaður FH, eftir 32-21 sigur gegn Frömurum í kvöld.

„Þetta var mjög jafnt í fyrri hálfleik en við setjum í lás í vörninni í seinni hálfleik og gjörsamlega keyrðum yfir þá. Þeir byrjuðu leikinn vel en við vissum að þetta myndi smella fyrir rest og þegar það gerist rúllum við algerlega yfir þá," sagði Ólafur.

„Þeir lenda í því að vera tveimur mönnum færri sem er rosalega slæmt í handbolta og við refsuðum þeim fyrir það.

„Nú tekur úrslitaleikurinn við, það er nýtt lið og nýr leikur þar sem þetta telst ekkert. Það verður fagnað í kvöld svo verður sest niður og komið sér í stand fyrir næsta leik," sagði Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×