Samkvæmt ítalska dagblaðinu Corriere dello Sport verður það algjört forgangsatriði hjá Inter Milan að festa kaup á Carlos Tevez, fyrirliða Manchester City fyrir næsta tímabil.
Carlo Pallavicino þekktur umboðsmaður í ítalska boltanum telur að skjólstæðingur hans, Goran Pandev myndi smellpassa við hliðin á Tevez.
Pandev hefur ekki náð sér á strik í búningi Inter Milan, en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í ítölsku deildinni og eitt í Meistaradeild Evrópu.
Það mun líklega eiga sér stað hreinsun í leikmannahópi Inter Milan í sumar, en Pallavicino telur að Pandev eigi sér framtíð hjá félaginu og að þessir tveir framherjar myndu vá vel saman.
