„Við vissum það að ef við yrðum klókir og skynsamir þá ættum við virkilega góðan möguleika í Akureyri,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir frábæran sigur, 31-23, gegn Akureyri í öðrum leik liðanna, en staðan er 1-1 í einvíginu.
„Við lögðum upp með það að stoppa hraðaupphlaupin hjá þeim og það var algjör lykill af þessum sigri. Við erum að klára allar okkar sóknaraðgerðir virkilega vel sem ég er hrikalega ánægður með“.
„Við sýndum það í dag að við eigum fullt erindi í þetta Akureyrar lið og við erum alls ekkert hættir,“ sagði Kristinn.
Kristinn: Getum unnið alla ef við erum klókir
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið







Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti

Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn

