Sport

Nýtt fjöl­nota í­þrótta­hús KR muni kosta rúma þrjá milljarða

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nýtt fjjölnota íþróttahús KR-inga á að vera orðið nothæft haustið 2027.
Nýtt fjjölnota íþróttahús KR-inga á að vera orðið nothæft haustið 2027. Reykjavíkurborg

Reykjavíkurborg leggur til að gengið verði að tilboði Eykt ehf. sem átti hagkvæmasta tilboðið í nýtt fjölnota íþróttahús KR í Vesturbæ.

Þetta var samþykkt á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs Reykjavíkurborgar síðastliðinn fimmtudag, þann 23. október.

Í kostnaðaráætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir kostnaði upp á 3.026.000.000 króna vegna verksins, en tilboð Eyktar hlóðar upp á 3.185.502.566 krónur.

Tilboðið var gefið út á evrópska efnahagssvæðinu og átti Eykt lægsta tilboðið, en einnig bárust tilboð frá Ístak, ÞG verk og ÍAV.

Verkið var boðið út í nóvember á síðasta ári og nýja fjölnota íþróttahúsið verður um 6.700 fermetrar að stærð.

Þar af verður um 4.400 fermetra stór íþróttasalur og í húsinu verður gervigrasvöllur þar sem hægt verður að æfa knattspyrnu og keppa mótsleiki í átta manna bolta.

Áætluð verklok eru um haustið 2027.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×