Handbolti

Reynir Þór: Skora á alla Framara

"Það tók okkur töluverðan tíma að komast í gang í fyrri hálfleik, við þurftum að fá sjálfstraust aftur eftir þrjá tapleiki í röð," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram.
"Það tók okkur töluverðan tíma að komast í gang í fyrri hálfleik, við þurftum að fá sjálfstraust aftur eftir þrjá tapleiki í röð," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram. Mynd/Anton
"Það tók okkur töluverðan tíma að komast í gang í fyrri hálfleik, við þurftum að fá sjálfstraust aftur eftir þrjá tapleiki í röð," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram.

"Í stöðunni 14-8 tökum við leikhlé, strákarnir voru full spenntir og það þurfti að losa þá undan ólunum. Ég reyndi að fá þá til að róa sig og njóta augnabliksins, eftir það þá spiluðum við vel."

Framarar náðu fyrst forskoti á 52 mínútu leiksins eftir að FHingar misstu 2 menn útaf með stuttu millibili.

"Við náum að nýta okkur þann kafla mjög vel, vörnin okkar byrjar að smella og þeir klikka í sókninni, Maggi kemur sterkur inn og við fáum á okkur 5 mörk síðustu 20 mínúturnar."

"Núna er öll pressan á FH, þeir eru að fara að spila á sínum heimavelli og þeir mega ekki tapa. Við ætlum að nýta okkur það, við ætlum að vinna leikinn á mánudaginn og komast í úrslitin, ég skora því á alla Framara að koma og styðja okkur," sagði Reynir.




Tengdar fréttir

Jóhann: Úrslitasjarmi yfir þessum leik

"Fyrri hálfleikurinn var tómt rugl en það var eitthvað í þessum leik, einhver úrslita-sjarmi að ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×