Hamilton tapaði 2 stigum vegna refsingar 11. apríl 2011 10:09 Lewis Hamilton á Sepang brautinni. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Úrslitin í Formúlu 1 mótinu í Sepang brautinni í Malasíu í gær breyttust eftir að keppni lauk í gær, þar sem Lewis Hamilton og Fernando Alonso var refsað af dómurum mótsins eftir keppni. Tuttugu sekúndum var bætt við tíma þeirra og Hamilton féll niður um sæti vegna þess. Úr sjöunda í áttunda. Báðir voru taldir hafa brotið af sér í viðureign þeirra um þriðja sætið í gær. Hamilton var talinn hafa sveigt of oft í veg fyrir Alonso þegar þeir áttust við í einum hring og Alonso var svo refsað fyrir að keyra á Hamilton hring síðar þegar hann reyndi framúrakstur. Báðir gátu haldið áfram keppni, en skipta þurfti um framvæng hjá Alonso eftir samstuðið. „Ég vissi að ég myndi frá refsingu. Ég er ekki hissa. Ég var hjá dómurunum og vænti þessa. Ég geri alltaf ráð fyrir því versta. Ég tapaði bara sæti og mér líður ekkert verr en ella eftir atburði helgarinnar", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hann kvaðst ekki ætla að rífast yfir dómnum eða vera ósammála. „Frá minni hlið séð, þá má ekki sveigja oftar en einu sinni. Tel ég það hættulegt? Nei, en svona er reglan. Tuttugu sekúndur eru ekki svo slæm refsing. Hvað Fernando varðar, hann ók á mig og fékk 20 sekúndna refingu, en það hafði engin áhrif. Það kemur ekki út sem refsing, en svona er kappakstur", sagði Hamilton. Alonso tapaði ekki sæti á sinni refsingu. „Þetta breytti ekki stöðunni og því engin dramatík. Ég náði sjötta sæti eftir sem áður og þetta var kappaksturs atvik. Ég reyndi framúrakstur, við snertumst og því miður brotnaði framvængur hjá mér og ég þurfti að taka þjónustuhlé. Ég mun reyna aftur í næsta móti", sagði Alonso um málið. Aðspurður um hvor þeirra væri í sök vegna árekstursins sagði Alonso: „Þetta gerist bara. Maður reynir að keppa og við snertumst. Dómarar kölluðu okkur á sinn fund og þetta er niðurstaðan. Við ákveðum ekki þessa hluti og höfum ekkert að segja um niðurstöðuna. Við reynum að keppa og njóta okkar í bílunum og vonandi ljúkum við báðir keppni næst án vandamála", sagði Alonso. Staðan í stigakeppni ökumanna eftir úrskurð dómara breyttist þannig að Hamilton tapaði 2 stigum. Sebastian Vettel er sem fyrr með 50 stig, Jenson Button 26, Hamilton 22 og Mark Webber 22. Rétt lokastaða í keppninni á Sepang: 1. Vettel Red Bull-Renault 1:37:39.832 2. Button McLaren-Mercedes + 3.261 3. Heidfeld Renault + 25.075 4. Webber Red Bull-Renault + 26.384 5. Massa Ferrari + 36.958 6. Alonso Ferrari + 37.248 7. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:07.239 8. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.09.057 9. Schumacher Mercedes + 1:24.896 10. Di Resta Force India-Mercedes + 1:31.563 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Úrslitin í Formúlu 1 mótinu í Sepang brautinni í Malasíu í gær breyttust eftir að keppni lauk í gær, þar sem Lewis Hamilton og Fernando Alonso var refsað af dómurum mótsins eftir keppni. Tuttugu sekúndum var bætt við tíma þeirra og Hamilton féll niður um sæti vegna þess. Úr sjöunda í áttunda. Báðir voru taldir hafa brotið af sér í viðureign þeirra um þriðja sætið í gær. Hamilton var talinn hafa sveigt of oft í veg fyrir Alonso þegar þeir áttust við í einum hring og Alonso var svo refsað fyrir að keyra á Hamilton hring síðar þegar hann reyndi framúrakstur. Báðir gátu haldið áfram keppni, en skipta þurfti um framvæng hjá Alonso eftir samstuðið. „Ég vissi að ég myndi frá refsingu. Ég er ekki hissa. Ég var hjá dómurunum og vænti þessa. Ég geri alltaf ráð fyrir því versta. Ég tapaði bara sæti og mér líður ekkert verr en ella eftir atburði helgarinnar", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Hann kvaðst ekki ætla að rífast yfir dómnum eða vera ósammála. „Frá minni hlið séð, þá má ekki sveigja oftar en einu sinni. Tel ég það hættulegt? Nei, en svona er reglan. Tuttugu sekúndur eru ekki svo slæm refsing. Hvað Fernando varðar, hann ók á mig og fékk 20 sekúndna refingu, en það hafði engin áhrif. Það kemur ekki út sem refsing, en svona er kappakstur", sagði Hamilton. Alonso tapaði ekki sæti á sinni refsingu. „Þetta breytti ekki stöðunni og því engin dramatík. Ég náði sjötta sæti eftir sem áður og þetta var kappaksturs atvik. Ég reyndi framúrakstur, við snertumst og því miður brotnaði framvængur hjá mér og ég þurfti að taka þjónustuhlé. Ég mun reyna aftur í næsta móti", sagði Alonso um málið. Aðspurður um hvor þeirra væri í sök vegna árekstursins sagði Alonso: „Þetta gerist bara. Maður reynir að keppa og við snertumst. Dómarar kölluðu okkur á sinn fund og þetta er niðurstaðan. Við ákveðum ekki þessa hluti og höfum ekkert að segja um niðurstöðuna. Við reynum að keppa og njóta okkar í bílunum og vonandi ljúkum við báðir keppni næst án vandamála", sagði Alonso. Staðan í stigakeppni ökumanna eftir úrskurð dómara breyttist þannig að Hamilton tapaði 2 stigum. Sebastian Vettel er sem fyrr með 50 stig, Jenson Button 26, Hamilton 22 og Mark Webber 22. Rétt lokastaða í keppninni á Sepang: 1. Vettel Red Bull-Renault 1:37:39.832 2. Button McLaren-Mercedes + 3.261 3. Heidfeld Renault + 25.075 4. Webber Red Bull-Renault + 26.384 5. Massa Ferrari + 36.958 6. Alonso Ferrari + 37.248 7. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:07.239 8. Hamilton McLaren-Mercedes + 1.09.057 9. Schumacher Mercedes + 1:24.896 10. Di Resta Force India-Mercedes + 1:31.563
Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira