Vettel: Gæti ekki verið hamingjusamari 10. apríl 2011 19:02 Sebastian Vettel var ánægður með árangur dagsins. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sebastian Vettel er kampakátur með árangurinn í öðru Formúlu 1 móti ársins, en hann vann sinn annan sigur í röð, þegar hann lauk keppni í fyrsta sæti á Sepang brautinni í dag. „Ræsingin var mikilvæg. Ég taldi mig byrja mjög vel, en þá sá ég Lewis gera sig líklegan fyrir aftan mig. Ég var hissa á leið að fyrstu beygju, þar sem ég sá svartan hlut í speglinum. Ég vissi að það var Lotus. Ég gat skilið mig frá hópnum, skref fyrir skref", sagði Vettel um fyrstu hringina í Malasíu í dag. Vettel er efstur að stigum með 50 stig, Jenson Button er með 26, Lewis Hamilton 24 og Mark Webber 22. „Keppnin núna var allt öðruvísi en fyrir tveimur vikum. Það var meira jafnræði og fleiri þjónustuhlé vegna dekkjaslits. Maður vill ekki vera fyrstur í þjónustuhlé og taka sem fæst, en vill ekki að aðrir nái sér í nýrri dekk og vinni tíma á þig." „Þetta var ekki auðveld keppni. Ég er mjög ánægður með árangurinn í dag. Ég elska það sem ég geri og gæti ekki verið ánægðari á þessum tímapunkti. Þetta var jafnt og við verðum að halda ró okkar og halda áfram af kappi, sem strákarnir vita að er rétta leiðin. Ég hef ekki áhyggjur. Núna er að njóta og vera stoltur", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebastian Vettel er kampakátur með árangurinn í öðru Formúlu 1 móti ársins, en hann vann sinn annan sigur í röð, þegar hann lauk keppni í fyrsta sæti á Sepang brautinni í dag. „Ræsingin var mikilvæg. Ég taldi mig byrja mjög vel, en þá sá ég Lewis gera sig líklegan fyrir aftan mig. Ég var hissa á leið að fyrstu beygju, þar sem ég sá svartan hlut í speglinum. Ég vissi að það var Lotus. Ég gat skilið mig frá hópnum, skref fyrir skref", sagði Vettel um fyrstu hringina í Malasíu í dag. Vettel er efstur að stigum með 50 stig, Jenson Button er með 26, Lewis Hamilton 24 og Mark Webber 22. „Keppnin núna var allt öðruvísi en fyrir tveimur vikum. Það var meira jafnræði og fleiri þjónustuhlé vegna dekkjaslits. Maður vill ekki vera fyrstur í þjónustuhlé og taka sem fæst, en vill ekki að aðrir nái sér í nýrri dekk og vinni tíma á þig." „Þetta var ekki auðveld keppni. Ég er mjög ánægður með árangurinn í dag. Ég elska það sem ég geri og gæti ekki verið ánægðari á þessum tímapunkti. Þetta var jafnt og við verðum að halda ró okkar og halda áfram af kappi, sem strákarnir vita að er rétta leiðin. Ég hef ekki áhyggjur. Núna er að njóta og vera stoltur", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira