Hamilton og Button telja áhugavert mót framundan í Tyrklandi 29. apríl 2011 14:31 Lewis Hamilton og Jenson Button fagna góðum árangri í Kína á dögunum. Hamilton vann mótið og Button varð fjórði. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Næsta Formúlu 1 mót er um aðra helgi í Tyrklandi og sigurvegari þess móts í fyrra var Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vann einnig síðustu keppni þessa árs, sem var í Kína. Hamilton segir m.a. í fréttatilkynningu frá McLaren að mótið í Tyrklandi verði áhugavert og spennandi eins og síðustu mót, en hann er meðal kappa sem eru komnir í stigaslag við Sebastian Vettel hvað titil ökumanna varðar. Vettel er með 68 stig í stigamótinu, Hamilton 47 og liðsfélagi hans, Jenson Button 38, en fyrir aftan er Mark Webber með 37. Fernando Alonso er fimmti með 26 stig. Vettel vann tvö fyrstu mót ársins, í Ástralíu og Malasíu en Hamilton það þriðja í Kína. Fjórða mótshald ársins er dagana 6.-8. maí í Tyrklandi og kappaksturinn á sunnudegi að venju. „Ég vann þetta mót í fyrra og Istanbúl Park er braut sem ég nýt mín á. Nútímaleg braut, með fjölbreytilegar beygjur og fullt af háhraða svæðum og staður þar sem maður finnur fyrir því ef bíllinn er vel upp settur", sagði Hamilton. „Það tala allir um beygju átta, sem er frábær beygja, en ég elska að bremsa seint inn í beygju níu og tólf. Það er hægt að nálgast þær hratt og að ná þeim vel gefur góða tilfinningu. Ég tel að ökumenn muni vinna að því hörðum höndum að passa upp á dekkin í beygju átta, sem er hröð og mishæðótt. Beygja sem reynir hvað mest á dekkin á tímabilinu", sagði Hamilton. Þá segir hann að KERS kerfið verið mikill kostur í mótinu í Tyrklandi. „Flestir beinu kaflarnir eru eftir hægar beygjur og það eru fjöldi tækifæra til að nota KERS kerfið, mest út úr tíundu beygju og líka eftir lokabeygjuna. Það eru góð tækifæri til að komast framúr inn í tólftu beygjuna, þar sem hægt er að elta bílinn á undan út úr beygju tíu", sagði Hamilton. Button segir að dekkjamálin verði mikilvæg í Tyrklandi og muni ráða miklu um keppnisáætlun liðanna. „Það verður mikilvægt að nýta dekkin á réttan hátt og það er líklegt til að ráða hvenær og hve oft við tökum þjónustuhlé í mótinu. Það eru líka líkur á því að veðrið verði kaldara en vaninn er í Tyrklandi, þar sem það fer fram þremur vikur fyrr en í fyrra. Það gæti haft áhrif á dekkin. Þetta verður áhugavert mót", sagði Button. Formúla Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Næsta Formúlu 1 mót er um aðra helgi í Tyrklandi og sigurvegari þess móts í fyrra var Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vann einnig síðustu keppni þessa árs, sem var í Kína. Hamilton segir m.a. í fréttatilkynningu frá McLaren að mótið í Tyrklandi verði áhugavert og spennandi eins og síðustu mót, en hann er meðal kappa sem eru komnir í stigaslag við Sebastian Vettel hvað titil ökumanna varðar. Vettel er með 68 stig í stigamótinu, Hamilton 47 og liðsfélagi hans, Jenson Button 38, en fyrir aftan er Mark Webber með 37. Fernando Alonso er fimmti með 26 stig. Vettel vann tvö fyrstu mót ársins, í Ástralíu og Malasíu en Hamilton það þriðja í Kína. Fjórða mótshald ársins er dagana 6.-8. maí í Tyrklandi og kappaksturinn á sunnudegi að venju. „Ég vann þetta mót í fyrra og Istanbúl Park er braut sem ég nýt mín á. Nútímaleg braut, með fjölbreytilegar beygjur og fullt af háhraða svæðum og staður þar sem maður finnur fyrir því ef bíllinn er vel upp settur", sagði Hamilton. „Það tala allir um beygju átta, sem er frábær beygja, en ég elska að bremsa seint inn í beygju níu og tólf. Það er hægt að nálgast þær hratt og að ná þeim vel gefur góða tilfinningu. Ég tel að ökumenn muni vinna að því hörðum höndum að passa upp á dekkin í beygju átta, sem er hröð og mishæðótt. Beygja sem reynir hvað mest á dekkin á tímabilinu", sagði Hamilton. Þá segir hann að KERS kerfið verið mikill kostur í mótinu í Tyrklandi. „Flestir beinu kaflarnir eru eftir hægar beygjur og það eru fjöldi tækifæra til að nota KERS kerfið, mest út úr tíundu beygju og líka eftir lokabeygjuna. Það eru góð tækifæri til að komast framúr inn í tólftu beygjuna, þar sem hægt er að elta bílinn á undan út úr beygju tíu", sagði Hamilton. Button segir að dekkjamálin verði mikilvæg í Tyrklandi og muni ráða miklu um keppnisáætlun liðanna. „Það verður mikilvægt að nýta dekkin á réttan hátt og það er líklegt til að ráða hvenær og hve oft við tökum þjónustuhlé í mótinu. Það eru líka líkur á því að veðrið verði kaldara en vaninn er í Tyrklandi, þar sem það fer fram þremur vikur fyrr en í fyrra. Það gæti haft áhrif á dekkin. Þetta verður áhugavert mót", sagði Button.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti